Category: Útgáfa

Bók og ráðstefna um heimspeki Hönnuh Arendt

Nýverið kom út á vegum Háskólaútgáfunnar bók með íslenskum þýðingum greina eftir Hönnuh Arendt (Af ást til heimsins. Hannah Arendt um kreppu stjórnmála, heimspeki, alræði og illsku), sem Sigríður Þorgeirsdóttir ritstýrir og ritar inngang að. Greinarnar eftir Arendt sem hér birtast gefa góða innsýn í helstu viðfangsefni Arendt og fjalla um samband heimspeki og stjórnmála, alræði, illsku mannsins og mannréttindi. Í tilefni útkomu bókarinnar bjóða Goethe Institut og EDDA – öndvegissetur til alþjóðlegrar ráðstefnu um heimspeki Arendt þann 27. og 28.  apríl, en ráðstefnan er haldin í tengslum við árlega ráðstefnu norrænna fyrirbærafræðinga. Read more »