RIKK – Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands er þverfagleg stofnun. Aðalmarkmið hennar er að efla og samhæfa jafnréttisrannsóknir og rannsóknir í kvenna- og kynjafræðum jafnframt því að vinna að og kynna niðurstöður rannsókna.
Afnýlenduvæðing lesandans í The Prowler eftir Kristjönu Gunnars
Guðrún Björk Guðsteinsdóttir flytur sjöunda og síðasta erindið í hádegisfyrirlestraröð RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum á haustmisseri 2023 en röðin er tileinkuð afnýlenduvæðingu líkt og á vormisseri. Fyrirlesturinn nefnist „Afnýlenduvæðing lesandans í The...
Í hópi syrgjenda. Dauði Elísabetar II og Ísland meðal þjóða
Jovana Pavlovic flytur sjötta erindið í hádegisfyrirlestraröð RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum á haustmisseri 2023 en röðin er tileinkuð afnýlenduvæðingu líkt og á vormisseri. Fyrirlesturinn nefnist „Í hópi syrgjenda. Dauði Elísabetar II og Ísland meðal...
Ímyndir Íslands og birtingarmyndir þeirra í íslenskum samtímalistum
Þorbjörg Daphne Hall og Nína Hjálmarsdóttir flytja fimmta erindið í hádegisfyrirlestraröð RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum á haustmisseri 2023 en röðin er tileinkuð afnýlenduvæðingu líkt og á vormisseri. Fyrirlestur þeirra nefnist „Ímyndir Íslands...
HÁDEGISFYRIRLESTRAR
Hádegisfyrirlestraröð RIKK er vettvangur kynningar á innlendum og erlendum rannsóknum sem snúa að kvenna- og kynjafræði og margbreytileika.
VIÐBURÐIR
RIKK stendur reglulega að ráðstefnum, málþingum og öðrum viðburðum sem tengjast kvenna- og kynjafræðum og margbreytileika.

RANNSÓKNIR & ÚTGÁFA
RIKK stendur að og tekur þátt í fjölda rannsóknarverkefna á sviði jafnréttisfræða. Í ritröð stofnunarinnar, Fléttum, er ætlað að kynna niðurstöður jafnréttisrannsókna og koma á framfæri fræðilegum greinum um kvenna- og kynjafræði, femínisma og jafnréttismál í víðum skilningi.