Trú, kyn og stjórnmál í ljósi mannréttinda. Sifjafræðileg greining

(English below)

Linda Hogan

Linda Hogan, prófessor í samkirkjulegri guðfræði, er sjötti fyrirlesari í fyrirlestraröð RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum – og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-GEST) á vormisseri 2018. Fyrirlestur hennar nefnist: „Trú, kyn og stjórnmál í ljósi mannréttinda. Sifjafræðileg greining“ og er fluttur í Hátíðasal Háskóla Íslands, mánudaginn 19. mars á milli kl. 12.00 og 13.00.

Sambandið á milli trúar og mannréttinda er umdeilt hitamál, ekki síst þegar fjallað er um jafnrétti kynjanna og mannréttindi kvenna. Í fyrirlestrinum er því haldið fram að trúarbrögð geti verið mikilvægur bakhjarl í baráttu fyrir mannréttindum kvenna en því aðeins að sifjafræðilegri gagnrýni sé beitt á trúarbrögðin. Slík gagnrýni skorar á hólm eðlishyggjulegan skilning á menningu, einsleitni samfélaga og óbreytanleika hefða. Read more »

Hvar liggja mörkin? Egypskar konur og arabíska vorið

©Kristinn Ingvarsson
Magnús Þorkell Bernharðsson

(English below)

Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í nútímasögu Mið-Austurlanda, er fimmti fyrirlesari í fyrirlestraröð RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum – og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-GEST) á vormisseri 2018. Fyrirlestur hans nefnist: „Hvar liggja mörkin? Egypskar konur og arabíska vorið“ og er fluttur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, fimmtudaginn 8. mars á milli kl. 12.00 og 13.00.

Í fyrirlestrinum verður rýnt í sögu egypsku kvenréttindahreyfingarinnar, fyrst verður sjónum beint að verkum Huda Shaarawi og endað á margbreytilegum hreyfingum femínista í Egyptalandi í samtímanum. Hvaða aðferðir hafa skilað árangri og hvaða sigrar verið unnir? Hvar hefur helst orðið vart við afturkippi? Fyrir hvaða málefnum hafa egypskar konur helst barist og hversu líklegt er að ástandið muni batna í Egyptalandi eftir arabíska vorið? Read more »

Fjárlagagerð í þágu kvenréttinda: Skattaréttlæti og kynjajafnrétti

(English below)

Dr. Elisabeth Klatzer

Dr. Elisabeth Klatzer, hagfræðingur og sérfræðingur í kynjaðri hagstjórn, er fjórði fyrirlesari í fyrirlestraröð RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum – og UNU-GEST – Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna – á vormisseri 2018. Fyrirlestur hennar nefnist: “Fjárlagagerð í þágu kvenréttinda: Skattaréttlæti og kynjajafnrétti”, og er hann fluttur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, fimmtudaginn 22. febrúar kl. 12.00-13.00.

Dr. Klatzer starfar sem rannsakandi, fyrirlesari, alþjóðlegur ráðgjafi og aktívisti fyrir femíníska hagstjórn, efnahagsstefnu og kynjaða fjárlagagerð. Hún er með doktorspróf í pólitískri hagfræði frá Vínarháskóla í Austurríki og meistarapróf í stjórnsýslufræðum frá Harvard-háskóla. Klatzer hefur gefið út mikið af efni á sínu sviði og það nýjasta er bókin “Gender Budgeting in Europe. Developments and Progress”, sem hún ritstýrir — ásamt Angelu O’Hagan, prófessor – og kemur út í mars næstkomandi hjá Palgrave MacMillan útgáfunni. Read more »

Mannleg reisn í íslenskum rétti

(English below)

Dr. Ragnhildur Helgadóttir

Ragnhildur Helgadóttir, prófessor í stjórnskipunarrétti, er þriðji fyrirlesari í fyrirlestraröð RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum – og UNU-GEST – Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna – á vormisseri 2018.

Fyrirlestur hennar nefnist „Mannleg reisn í íslenskum rétti“ og er hann fluttur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, fimmtudaginn 8. febrúar frá kl. 12.00 til 13.00.

Ragnhildur er forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík. Hún lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands og doktorsprófi frá lagadeild Virginíuháskóla árið 2004. Sérsvið hennar er stjórnskipunarréttur og réttarsaga.

Hugtakið „mannlega reisn“ er óvíða að finna í íslenskum rétti og ekki í stjórnarskrá. Í stjórnskipunarrétti virðist mannleg reisn hins vegar, m.a. á grundvelli alþjóðasamninga, talin undirstaða mannréttinda og þ.a.l. mikilvæg grunnregla í íslenskum rétti. Þetta er m.a. ljóst af þingskjölum um frumvarp stjórnlagaráðs og af framkvæmd. Sem slíkt skiptir hún máli um túlkun annarra reglna. Mannleg reisn kemur hins vegar fyrir í lögum á heilbrigðissviði og dómstólar og umboðsmaður Alþingis hafa vísað til hennar nokkrum sinnum. Read more »

Mannréttindi, kyn og trú. Álitamál í orðræðu um stjórn-, félags-, menningarmál

(English below)

Dr. Ulrike Auga

Dr. Ulrike E. Auga, prófessor við Centre for Transdisciplinary Gender Studies við Humboldt-háskóla í Berlín og gestaprófessor við Paris Lodron-háskólann í Salzburg, Austurríki, er annar fyrirlesari í fyrirlestraröð RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum – og UNU-GEST – Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna – á vormisseri 2018. Fyrirlestur hennar nefnist: „Mannréttindi, kyn og trú. Álitamál í orðræðu um stjórn-, félags-, menningarmál“ og að venju eru fyrirlesturinn fluttur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, fimmtudaginn 25. janúar kl. 12.00-13.00.

Ulrike E. Auga er fædd í Austur-Berlín og starfar sem kynja-, menningar- og trúarbragðafræðingur við Centre for Transdisciplinary Gender Studies við Humboldt-háskóla í Berlín. Vorið 2018 er hún gestaprófessor í kynjafræðum við Paris Lodron-háskólann í Salzburg í Austurríki. Áður hefur hún starfað sem Käthe-Leichter gestaprófessor í kynjafræðum við Háskólann í Vín. Rannsóknaáherslur Dr. Auga eru á kyn, menningarlegt minni, þjóðernisstefnur, bókstafstrú á breytingaskeiðum (Suður-Afríka, Vestur-Afríka, Austur/Vestur-Þýskaland); kyn, gjörningsháttur og atbeini í sjónrænum skjalasöfnum, eftirlendur, síðveraldarvæðingu, þróun kynja-/hinseginkenninga og þekkingarfræði pósthúmanisma. Ulrike er varaforseti alþjóðlegs sambands trúar- og kynjafræða (International Association for the Study of Religion and Gender). Read more »

Veröld ný og betri: Mótun Mannréttindayfirlýsingingarinnar

Sólveig Anna Bóasdóttir

(English below)

Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor í guðfræðilegri siðfræði við Háskóla Íslands, er fyrsti fyrirlesari í fyrirlestraröð RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum – og UNU-GEST – Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna – á vormisseri 2018. Fyrirlestur hennar nefnist: „Veröld ný og betri: Mótun Mannréttindayfirlýsingingarinnar“ og að venju eru fyrirlesturinn fluttur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, fimmtudaginn 11. janúar kl. 12.00-13.00.

Sólveig Anna er prófessor í guðfræðilegri siðfræði við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Hún hefur rannsakað og birt efni á sviði kynjafræði, kynfræði og femínískrar siðfræði.

Þegar Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar í San Francisco árið 1945 var mikill þrýstingur á sendifulltrúana þar að sáttmáli hinna Sameinuðu þjóða fæli í sér alþjóðaréttarskrá. Þremur árum síðar var Mannréttayfirlýsingin samþykkt í ályktun 217A, á þriðja fundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, í París hinn 10. desember 1948. Read more »