Pilsaþytur í forsetahöllum Rómönsku Ameríku: Fjölgun kvenforseta í álfunni

HG myndFöstudaginn 25. apríl flytur Hólmfríður Garðarsdóttir, prófessor í spænsku við HÍ, fyrirlestur sem ber heitið „Pilsaþytur í forsetahöllum Rómönsku Ameríku: Fjölgun kvenforseta í álfunni“. Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins, kl. 12:00-13:00.

Í dag gegna fjórar konur starfi forseta í löndum Rómönsku Ameríku. Það vekur sérstaka athygli, ekki síst þegar rótgróin karlrembu-ímynd álfunnar er höfð í huga. Í fyrirlestrinum skoðar Hólmfríður þessa stöðu í samhengi við sögu þeirra kvenna sem gegnt hafa forsetaembættum í löndum Rómönsku Ameríku á seinni hluta 20. aldar. Einnig verður leitast við að svara því hvort það hafi skipt máli að fleiri konur hafa komist til valda í löndum álfunnar og hverju þær hafa áorkað. Read more »

Málþing: Inequality – The Challenge of Our Time

(see English below)

RIKK vekur athygli á málþingi sem EDDA – öndvegissetur, í samstarfi við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands, stendur fyrir málþingi föstudaginn 2. maí er ber yfirskriftina „Inequality – The Challenge of Our Time”. Málþingið verður haldið í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands og fer fram á ensku. Read more »

Helgimengun og barneignir: Hugmyndafræðin að baki meðgöngusiðum í japönsku samfélagi

gunnellaFöstudaginn 11. apríl flytur Gunnella Þorgeirsdóttur, aðjúnkt í japönskum fræðum við HÍ, fyrirlestur sem ber heitið „Helgimengun og barneignir: Hugmyndafræðin að baki meðgöngusiðum í japönsku samfélagi“. Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins, kl. 12:00-13:00.

Helgimengun (e. ritual pollution) er hugtak sem vísar í mengunareiginleika einstaklinga undir ákveðnum kringumstæðum. Helgimengun er nokkuð þekkt fyrirbrigði í Japan (j. kegare), en finnst einnig í öðrum menningarheimum og vísar til huglægra mengunareiginleika einstaklinga til dæmis í tengslum við dauðsföll, veikindi eða barneignir, og geta þeir þá verið taldir bera ábyrgð á því sem út af ber í samfélaginu. Helgimengun í tengslum við barneignir er nokkuð þekkt fyrirbrigði og svo virðist sem flest samfélög eigi sér einhverskonar afbrigði þessarar hugmyndafræði. Helgimengunin getur birst á mismunandi máta en oft á tíðum er birtingarmynd þess skipulögð einangrun móður og barns eftir fæðingu þar til barnið hefur verið samþykkt inn í samfélagið á ritualískan máta. Í sumum tilvikum er helgimengunin talin hafa mun sterkari áhrif og er þá jafnvel talin bera með sér félagslega smithættu þar sem ýmsir þættir tengdir fæðingunni teljast mengaðir og eru því taldir geta haft margskonar neikvæð áhrif. Í fyrirlestrinum mun Gunnella fjalla um hugmyndafræðina á bak við helgimengun í japönsku samfélagi, tengingu hennar við barneignartímabilið í sögulegu samhengi og loks birtingarmyndir hennar í nútímasamfélagi. Fyrirlesturinn er unninn upp úr rannsókn til doktorsprófs við Sheffield Háskóla á barneignasiðum í Japan. Read more »

Alþjóðleg ráðstefna: Addressing the Persistence of Gender Inequalities in Conflict Prevention and Peace Processes

(See English below)

lógó ráðstefna 1325EDDA – öndvegissetur við Háskóla Íslands, í samtarfi við utanríkisráðuneytið, stendur fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um þátttöku kvenna í uppbyggingar- og friðarferlum er ber titilinn Addressing the Persistence of Gender Inequalities in Conflict Prevention and Peace Processes. Ráðstefnan verður haldin dagana 4-5 apríl næstkomandi Öskju, stofu 132, og fer fram á ensku. Sjá ráðstefnudagskrá.

Ráðstefnan er öllum opin án endurgjalds en vinsamlega skráið þátttöku með því að senda tölvupóst á Rakel Adolphsdóttur: rakela@hi.is

Ráðstefnan er haldin í samstarfi við Norska sendiráðið, Alþjóðlegan jafnréttisskóla við Háskóla Íslands, Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, og Landsnefnd UN Women á Íslandi. Read more »

Er hægt að ná fram réttlæti í kynferðisbrotamálum á grundvelli skaðabótaréttar?

justice málþingFöstudaginn 28. mars efnir RIKK – Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands til málþings í samstarfi við Lagastofnun Háskóla Íslands um möguleika til að ná fram réttlæti í kynferðisbrotamálum á grunvelli skaðabótaréttar. Málþingið fer fram kl. 14.00–16.00 í Öskju, stofu 132.

Á undanförnum misserum og árum hefur umfjöllun um kynferðisbrot og meðferð þeirra innan réttarkerfisins verið áberandi. Réttarkerfið hefur mætt harðri gagnrýni fyrir það hve fáum kynferðisbrotamálum er vísað áfram innan réttarvörslukerfisins. Á sama tíma hefur verið bent á að sönnunarstaða í kynferðisbrotamálum sé erfið þar sem sönnunargögnum er sjaldan til að dreifa. Minna hefur þó verið fjallað um möguleika skaðabótarréttarins í málaflokknum. Á málþinginu verður meðal annars leitað svara við eftirfarandi spurningum: Er réttur brotaþola kynferðisbrota til skaðabóta sóttur að fullu? Er ástæða til að nýta skaðabótarétt í auknum mæli í kynferðisbrotamálum, óháð refsirétti?  Er hægt að styðja betur við þolendur kynferðisbrota við að leita réttar síns á grundvelli skaðabótalaga og hvernig virka gjafsóknarreglur í því sambandi? Að loknum erindum taka við pallborðsumræður. Read more »

„Kona sem átti að vera einsog kókflaska í laginu“ – Mávahlátur og átraskanir

elín svört hvítFöstudaginn 7. mars flytur Elín Björk Jóhannsdóttir, MA í almennri bókmenntafræði, fyrirlestur sem ber heitið „„Kona sem átti að vera einsog kókflaska í laginu“ – Mávahlátur og átraskanir“. Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins, kl. 12:00-13:00.

Í skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur, Mávahlátri, frá 1995 er sjúkdómur annarrar aðalpersónunnar, Freyju, í senn falinn og hjúpaður þögn. Sjúkdómurinn er lotugræðgi og meðferð hans í verkinu kallast á við þá þöggun sem einkennt hefur átraskanir. Í erindinu verður varpað ljósi á tengsl ögunar kvenlíkamans, breyttra neysluvenja og átraskana einsog þau birtast í verkinu. Enn fremur verður skoðað hvernig áhrif ögunar kvenlíkamans sem endurspeglast í átröskun Freyju birtast einnig í öðrum kvenpersónum í verkinu, sér í lagi Öggu en hún er í þann mund að stíga inn í kvennaheiminn með öllu því sem honum fylgir. Read more »