RIKK – Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands er þverfagleg stofnun. Aðalmarkmið hennar er að efla og samhæfa jafnréttisrannsóknir og rannsóknir í kvenna- og kynjafræðum jafnframt því að vinna að og kynna niðurstöður rannsókna. 

 

Birtingarmyndir stéttaskiptingar meðal ungmenna í gegnum námsval til stúdentsprófs: Sjónarhorn nemenda skoðað út frá hugtökum Bourdieu

Birtingarmyndir stéttaskiptingar meðal ungmenna í gegnum námsval til stúdentsprófs: Sjónarhorn nemenda skoðað út frá hugtökum Bourdieu

  Berglind Rós Magnúsdóttir er þriðji fyrirlesari í hádegisfyrirlestraröð RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum á vormisseri 2025 en röðin er tileinkuð stéttarhugtakinu, stéttaskiptingu og samtvinnun þar sem stétt er lykilbreyta. Erindið ber titilinn:...

RIKK þátttakandi í INTERACT Evrópuverkefninu

RIKK þátttakandi í INTERACT Evrópuverkefninu

RIKK – Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands er þátttakandi í INTERACT-verkefninu sem hefur það að markmiði að stuðla að tillögum að innleiðingu áætlunar sem taki á margþættum vanda heimilislausra kvenna sem lifa við ótryggar aðstæður, svo sem...

Fléttur VII: Hinsegin Ísland í alþjóðlegu samhengi

Fléttur VII: Hinsegin Ísland í alþjóðlegu samhengi

  Fléttur VII. Hinsegin Ísland í alþjóðlegu samhengi er sjöunda ritið í ritröð RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands. Fléttum er ætlað að kynna niðurstöður jafnréttisrannsókna og koma á framfæri fræðilegum greinum um kynja- og...

HÁDEGISFYRIRLESTRAR

Hádegisfyrirlestraröð RIKK er vettvangur kynningar á innlendum og erlendum rannsóknum sem snúa að kvenna- og kynjafræði og margbreytileika.

VIÐBURÐIR

RIKK stendur reglulega að ráðstefnum, málþingum og öðrum viðburðum sem tengjast kvenna- og kynjafræðum og margbreytileika.

RANNSÓKNIR & ÚTGÁFA

RIKK stendur að og tekur þátt í fjölda rannsóknarverkefna á sviði jafnréttisfræða. Ritröð stofnunarinnar, Fléttum, er ætlað að kynna niðurstöður jafnréttisrannsókna og koma á framfæri fræðilegum greinum um kvenna- og kynjafræði, femínisma og jafnréttismál í víðum skilningi.