Skýrslur

Átak gegn heimilisofbeldi – Úttekt á samstarfsverkefni sveitarfélaganna Kópavogs, Hafnarfjarðar og Garðabæjar og Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn heimilisofbeldi

Úttektin er unnin af RIKK – Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum fyrir Kópavog, Hafnarfjörð og Garðabæ. Matið byggir á innleggi þess starfsfólks sem að verkefninu kemur, sjónarmiðum þolenda og sérfræðinga á sviðinu ásamt tölulegum gögnum. Sjá nánar hér.

______________________________________________________________________________

Saman gegn ofbeldi – Úttekt á samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn heimilisofbeldi

Úttektin er unnin af RIKK – Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum fyrir Reykjavíkurborg og Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Matið byggir á innleggi þess starfsfólks sem að verkefninu kemur, sjónarmiðum þolenda og sérfræðinga á sviðinu ásamt tölulegum gögnum. Sjá nánar hér.

_______________________________________________________________________________________

Kynferðisleg áreitni í þjónustustörfum 

RIKK – Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands stóð vorið 2015 fyrir rannsókn á kynferðislegri áreitni gagnvart starfsfólki sem unnið hefur á veitingastöðum og/eða í hótel- og ferðaþjónustu síðastliðin 10 ár. Rannsóknin var unnin að beiðni Starfsgreinasambands Íslands. Samkvæmt beiðni RIKK gerði Félagsvísindastofnun spurningakönnun í netpanel Þjóðmálakönnunar sinnar í febrúar 2015. Upphaf verkefnisins má rekja til norrænnar samvinnu verkalýðsfélaga á þessu sviði og ráðstefnu um staðalmyndir og kynferðislega áreitni innan hótel-,veitinga- og ferðaþjónustunnar sem Starfsgreinasambandið ásamt systursamtökum á Norðurlöndum stóð fyrir í byrjun júní 2015.
Í aðdraganda ráðstefnunnar var ljóst að skortur væri á rannsóknum á þessu sviði hér á landi og því leitaði Starfsgreinasambandið til RIKK um að ráðast í þetta verkefni. Sambærileg verkefni hafa verið unnin á hinum Norðurlöndunum, þó með nokkuð misjöfnum hætti. Sjá nánar hér.

_______________________________________________________________________________________

Rannsókn á kynbundnum launamun hjá Reykjavíkurborg

Rannsóknin var unnin í samvinnu mannauðsskrifstofu, mannréttindaskrifstofu og RIKK. Í stýrihópi verkefnisins sátu fyrir hönd RIKK Irma Erlingsdóttir, Ragna Benedikta Garðarsdóttir og Auður Magndís Leiknisdóttir. Sjá nánar hér.

_______________________________________________________________________________________

Kyn og völd á Norðurlöndum – samnorrænt rannsóknaverkefni

Verkefnið var unnið af norrænu kvenna- og kynjarannsóknastofnuninni NIKK að ósk Norrænu ráðherranefndarinnar, en umsjón með íslenskum hluta rannsóknarinnar hafði RIKK.

Kyn og völd er fyrsta verkefnið þar sem valdastöður í stjórnmálum og efnahagslífi á Norðurlöndum og norrænum sjálfstjórnarsvæðum eru rannsakaðar og bornar saman. Sjá nánar hér.

_______________________________________________________________________________________

Mansal – Líka á Íslandi

Skýrslan var unnin við Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum fyrir Rauða kross Íslands árið 2009. Höfundur skýrslunnar Líka á Íslandi: Rannsókn á eðli og umfangi mansals er Fríða Rós Valdimarsdóttir. Ritstjóri er Irma Erlingsdóttir, forstöðumaður RIKK. Sjá nánar hér. Hér má einnig sjá samantekt á ensku.

_______________________________________________________________________________________

Vændi á Norðurlöndunum – samnorrænt rannsóknaverkefni

Verkefnið var unnið af norrænu kvenna- og kynjarannsóknastofnuninni NIKK að ósk Norrænu ráðherranefndarinnar. Markmið rannsóknarinnar var að skoða stöðu vændis og mansals á Norðurlöndunum út frá fyrirliggjandi þekkingu. Sjá nánar hér.

_______________________________________________________________________________________

Minningar úr kvennabaráttunni 1965-1980

Rannsóknarhugmyndin var hönnuð hjá RIKK en verkefnið var framkvæmt af Miðstöð munnlegrar sögu (sem er samstarfsstofnun RIKK, forstöðumaður situr í stjórn MMS) í samvinnu við Kvennasögusafnið. Fríða Rós Valdimarsdóttir og Halla Kristín Einarsdóttir unnu að þessu verkefni og tóku viðtöl við á þriðja tug kvenna. Sjá nánar hér.

_______________________________________________________________________________________

Rannsóknaverkefni um áhrif atvinnumissis á líðan og heilsu: Afleiðingar bankahruns

Í byrjun júní 2008 stóðu Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja, í samvinnu við RIKK og Rannsóknarstofu í vinnuvernd fyrir umfangsmikilli rannsókn meðal starfsmanna fjármálafyrirtækja sem höfðu misst vinnuna í hópuppsögnum í tengslum við fjármálahrunið. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna heilsu og líðan þeirra sem misstu vinnuna. Sjá nánar hér.

_______________________________________________________________________________________

Viðhorf til kynjajafnréttis

Rannsóknin var unnin í samstarfi Reykjavíkurborgar og Rannsóknastofu í kvenna-og kynjafræðum við Háskóla Íslands (RIKK). Katrín Anna Guðmundsdóttir vann könnunina sem starfsmaður RIKK. Umsjónaraðilar voru Kristín Ástgeirsdóttir forstöðumaður RIKK og dr. Þorgerður Einarsdóttir prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands. Irma Erlingsdóttir tók við umsjón af Kristínu Ástgeirsdóttur þegar hún tók aftur við starfi forstöðumanns RIKK í ágúst 2007. Sjá nánar hér.

_______________________________________________________________________________________

Fyrirvinnur, hálfdrættingar og heildarhyggja – um vinnumenningu, fjölskylduábyrgð og kynjatengsl innan vinnustaða Reykjavíkurborgar

Þetta rannsóknarverkefni var hluti af umfangsmikilli rannsókn Gyðu Margrétar Pétursdóttur og Þorgerðar Einarsdóttur á vinnumenningu, kynjatengslum og fjölskylduábyrgð á Íslandi. Sjá nánar hér.

_______________________________________________________________________________________

Þátttaka kvenna í ákvarðanatöku í fiskeldi
Út er komin skýrsla um ákvarðanatöku kvenna í fiskeldi á Íslandi eftir Önnu Karlsdóttur. Verkefnið tengist alþjóðlegu norðurslóðaverkefni um konur og ákvarðanatöku í sjávarútvegi. Sjá nánar hér.

_______________________________________________________________________________________

Jafnréttis- og kynjasjónarmið í stefnu og starfsemi íslensku friðargæslunnar

Rannsóknin var sameiginlegt verkefni Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum (RIKK) við Háskóla Íslands og UNIFEM á Íslandi, unnið fyrir tilstyrk utanríkisráðuneytisins af Birnu Þórarinsdóttur undir umsjón Irmu Erlingsdóttur og Vals Ingimundarsonar. Sjá nánar hér.

_______________________________________________________________________________________

Jafnréttismál – Viðhorfsrannsókn 

Gallup vann rannsóknina fyrir RIKK á tímabilinu 19. september – 12. okóber 2003. Markmið hennar var að kanna stöðu jafnréttismála á Íslandi. Sjá nánar hér.

_______________________________________________________________________________________

„Þetta er út um allt!“ – Upplifun og viðhorf unglinga til kláms

Skýrsla Andreu J. Ólafsdóttur og Hjálmars G. Sigmarssonar sem þau unnu sumarið 2006 og var styrkt af nýsköpunarsjóðsverkefni. Shá nánar hér.

[Þessi listi er ekki tæmandi. Hann nær einungis yfir skýrslur sem RIKK hefur birt á síðastliðnum árum].