Rannsóknir & útgáfa

Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum stendur að og tekur þátt í fjölda rannsóknarverkefna á sviði kvenna- og kynjafræða. Rannsóknastofnunin hefur lagt áherslu á að styðja fræðimenn við rannsóknir sínar og hún hefur skipulagt og búið til grundvöll fyrir rannsóknarstarf. Rannsóknastofnunin hefur verið umsjónaraðili við gerð verkefna og ritgerða á sviði kvenna- og kynjafræða. Stofan styður einnig verkefni og aðgerðir sem ætlað er að jafna hlut kynjanna í þjóðlífinu.