Category: Fréttir

Tekurðu D-vítamín? Heilsa, nýfrjálshyggja og einstaklingsvæðing ábyrgðar

Nanna Hlín Halldórsdóttir
©Kristinn Ingvarsson

Nanna Hlín Halldórsdóttir, doktor í heimspeki, er fimmti fyrirlesari í fyrirlestraröð RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum – og UNU-GEST – Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna – á vormisseri 2019. Fyrirlestur hennar nefnist: „Tekurðu D-vítamín? Heilsa, nýfrjálshyggja og einstaklingsvæðing ábyrgðar“ og að venju er fyrirlesturinn fluttur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, fimmtudaginn 7. mars kl. 12:00-13:00.

Flest okkar upplifa flensu og veikindi í hversdagslífinu en hjá sumum okkar dragast þessi veikindi á langinn. Langveikt fólk lifir oft við annað hvort óskilgreind veikindi eða lítt viðurkennda sjúkdóma á borð við ME/síþreytu. Oftar en ekki býr þessi hópur þannig við erfið lífsskilyrði og jafnvel mikla örvæntingu. Þegar erfitt er að staðsetja orsök veikinda út frá skýrt skilgreindum þekkingaramma vísindanna hefur það í för með sér þær félagslegu afleiðingar að langveiku fólki er beint eða óbeint send þau skilaboð að veikindin séu á einhvern hátt þeim sjálfum að kenna. Í þessum fyrirlestri verður spurningin: „Tekurðu D-vítamín?“, sem langveikt fólk fær í tíma og ótíma, tekin sem dæmi um hvernig að hugmyndir um heilsu og ábyrgð fléttast saman innan samfélagskerfis sem dregur (enn) dám af nýfrjálshyggju. Spurningin um ábyrgð myndar grunn siðfræðilegrar orðræðu og þegar hún er einstaklinsvætt er það einstaklingurinn einn sem ber ábyrgð á því hvernig honum farnast, og ekki er tekið tillit til félagslegra, jafnvel ekki líffræðilegra (óþekktra) þátta.

Read more »

Nafnlausi femínistinn: Atbeini, áföll og mennska í #MeToo-hreyfingunni

Dr. Giti Chandra

(English below)

Dr. Giti Chandra er fyrsti fyrirlesari fyrirlestraraðar RIKK á haustmisseri 2018 og nefnist fyrirlestur hennar „Nafnlausi femínistinn: Atbeini, áföll og mennska í #MeToo-hreyfingunni“. Fyrirlesturinn er fluttur fimmtudaginn 6. september, frá kl. 12.00-13.00, í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Einn umdeildasti þáttur MeToo-hreyfingarinnar er birting á nafnalistum gerenda. Það fólk sem bætt hefur nöfnum á listana hefur oft kosið að koma ekki fram undir nafni. Ýmist er litið á að þessir nafnlausu aðilar séu veikgeðja og illgjarnir sem skýli sér á bak við nafnleysi í þeim tilgangi að hefna sín á þeim gerendunum sem nefndir eru eða að um sé að ræða veikgeðja, andlitslausa einstaklinga sem fastir eru í fórnarlambshlutverkinu.

Fyrirlesturinn setur þessa umræðu í samhengi við áfallafræði og skoðar hvaða áhrif hún hefur á hugmyndina um atbeina og fórnarlamb og býður upp á aðra, femíníska leið án aðgreiningar, til að hugsa um nafnleysi og mennsku. Read more »

Call for abstracts for a book on #metoo

#metoo

Subject: Call for submissions

Deadline to submit abstracts: 1 December 2018

Length of articles: 5.000-7.000 words with footnotes

Submission of articles: 20 January 2019

Publication: September 2019

Giti Chandra and Irma Erlingsdottir propose a book length study in English of the many avatars of the #metoo movement around the world; a compilation of perspectives from people of all genders across nations and cultures that can be put into conversation.

The year 2017 will be remembered as the year when women ran out of tolerance for sexual harassment and violence, and the burgeoning of the #metoo revolution. While it was women in Hollywood who became the most visible face of the movement, paving the way with their accusations against Harvey Weinstein and other prominent figures, Tarana Burke’s initial birthing of the idea of Me Too, and the providing of a forum for survivors to Just Be, reminds us that the movement is nothing if not intersectional, bringing the specificity of race and class, caste and sexualities, into the universality of gender harassment. The movement, as we know, rapidly became worldwide, bringing, in its wake, all manner of support, as well as dissent, from men and women around the world. Read more »

Kallað eftir greinum í Fléttur V

#metoo

Efni: Kall eftir greinum í Fléttur V

Frestur til að tilkynna um þátttöku og skil ágripa: 15. janúar 2018

Skil greina: 1. mars 2019

Lengd greina: 5.000-7.000 orð með neðanmálsgreinum

Útgáfa: September 2019

Rannsóknarstig: 10

RIKK hefur ákveðið að standa að útgáfu nýs fræðirits sem verður hluti af ritröð RIKK, Fléttur V. Um er að ræða safn ritrýndra greina sem valdar eru í gegnum opið kall. Gert er ráð fyrir að ritið komi út í september 2019. Ritsjórar greinasafnsins eru: Þorgerður H. Þorvaldsdóttir og Kristín I. Pálsdóttir.

Heftið er tileinkað byltingu kvenna gegn áreitni og ofbeldi og þeim viðbrögðum, rannsóknum og aðgerðum sem af henni hafa hlotist og verður leitast við að rýna í ástæður, eðli og afleiðingar #metoo-byltingarinnar frá margvíslegu sjónarhorni og í kenningalegu samhengi.

Fyrirlestraröð RIKK á haustmisseri 2018 er tileinkuð sama þema og er fyrirlesurum sérstaklega boðið að svara kallinu. Áætlað er að birta um 16 greinar. Þá verður einnig gefið út greinahefti á ensku um þemað og verður sérstakt kall sent út vegna þess. Möguleiki er á að sömu greinar birtist í báðum heftum. Read more »

Femínísk andspyrna gegn uppgangi þjóðernishyggju og popúlisma

Alþjóðleg ráðstefna, 4.-6. október 2017

Alþjóðaráðstefnan „Femínísk andspyrna gegn uppgangi þjóðernishyggju og popúlísma“ verður haldin í fyrirlestrasal Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns dagana 4.-6. október 2017. Hér um að ræða þriðju þriðju ráðstefnu RINGS (The International Research Association of Institutsions of Advanced Gender Studies) sem er alþjóðlegt samstarfsnet rannsóknastofnanna á sviði kynja- og jafnréttisfræða með þátttakendum frá Afríku, Ástralíu, Karíbahafinu, Evrópu og Norður-Ameríku.  Rannsóknasetrið EDDA, RIKK – rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum og Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna, sem eru stofnaðilar að RINGS, skipuleggja ráðstefnuna. Frá því að samstarfsnetið var stofnað árið 2014 við Örebru-háskóla hafa verið haldnar tvær ráðstefnur á vegum þess: önnur í Prag árið 2015 og hin í Höfðaborg árið 2016. Read more »

Styrkur til ritunar meistaraprófsritgerðar um orðræðu um sauðfjárbændur og ímynd þeirra í íslenskum fjölmiðlum

Forystusauður, olía á striga, 1999, eftir Hildi Margrétardóttur

Landssamtök sauðfjárbænda og RIKK, Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands, auglýsa styrk til nemanda sem vinna að lokaverkefni til meistaranáms, að lágmarki 30 ETCS einingar. Styrkurinn er ekki bundinn við tilteknar fræðigreinar en verkefnið felur í sér rýni í orðræðu í íslenskum fjölmiðlum um sauðfjárbændur þar sem byggt er á eigindlegri og megindlegri aðferðafræði og orðræðu- og innihaldsgreiningu er beitt. Skoðaðar verða ólíkar birtingarmyndir sauðfjárbænda í fjölmiðlum og ímynd þeirra en sérstök áhersla skal vera á hlutverk kvenna innan greinarinnar og kynjaða orðræðu.

Styrkurinn verður veittur einstaklingi og nemur hann 150.000 kr. Styrkur er greiddur út í tvennu lagi, 50.000 kr. þegar þriðjungi vinnunar er lokið að mati leiðbeinenda og 100.000 kr. þegar verkefni er lokið. Styrkveitendur munu aðstoða rannsakanda við aðgang að gögnum en verkefni skal ljúka eigi síðar en að vori 2018. Styrkveitendur fá kynningu á niðurstöðum auk eintaks af rannsókninni. Read more »