Category: Málþing

Ungar stúlkur og vímuefni. Málstofa um stefnumótun og forvarnir

(English below)

Dagsetning: Þriðjudagur 26. febrúar 2019 kl. 8.30-11:00

Staðsetning: Lögberg 103, Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík

Skráningargjald: 3.000 kr. Greiðið hér.

Fyrirlesari:

Dr. Nancy Poole, forstöðukona, Centre of Excellence for Women’s Health, Bresku-Kólumbíu, Kanada.

Fyrir hvern? Málsstofan er hugsuð fyrir þá sem vinna að stefnumótun á sviði áfengis- og vímuefna-vanda, hafa eftirlitshlutverki að gegna, veita fræðslu og þjónustu.

Þema: Fjallað verður um nokkur lykilatriði stefnumótunar um áfengis- og vímuefnamál og hins vegar um ungar stúlkur og vímuefnanotkun. Nancy mun kynna þær aðferðir sem hafa verið þróaðar og nýttar í Kanada og síðan gefst tækifæri til umræðna.

Read more »

„Þarftu að eyðileggja þessa góðu stund okkar?“ – Erindi á málþingi um íslenska stjórnmálaorðræðu

Ör-erindi Dagnýjar Kristjándóttur, prófessors í íslenskum nútímabókmenntum, á málþinginu „Minna hot í ár.“ Stjórnmálaorðræða á Íslandi, annó 2018, um kvenfyrirlitningu, þöggun og tvískinnung í íslenskri stjórnmálaorðræðu sem fór fram á vegum Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum – RIKK – við Háskóla Íslands og Kvenréttindafélags Íslands, í Veröld – húsi Vigdísar hinn 5. desember 2018. Sjá nánar hér.

 

 

Þarftu að eyðileggja þessa góðu stund okkar?

Dagný Kristjánsdóttir, prófessor

Bandaríski heimspekingurinn Judith Butler skrifaði bók um hatursorðræðu sem heitir Æsingatal (Excitable speech: A politics of the Performative) árið 1997. Þar talar hún um vald tungumálsins, við getum ekki án þess verið, við hugsum í orðum og sögum allan sólarhringinn, flokkum, greinum, röðum upp og reynum að skilja. Og engin orð eru hlutlaus. Orð verða gjörðir. Það er hægt að gera okkur gott með þeim og Það er hægt að ráðast á okkur með orðum. Orðagjörninga (e. speech act) kallar málvísindamaðurinn J. L. Austen kallaði það. Read more »

Stjórnmál vináttunnar og útilokun kvenna – Erindi á málþingi um íslenska stjórnmálaorðræðu

Ör-erindi Irmu Erlingsdóttur, dósents of forstöðumanns, á málþinginu „„Minna hot í ár.“ Stjórnmálaorðræða á Íslandi, annó 2018“, umkvenfyrirlitningu, þöggun og tvískinnung í íslenskri stjórnmálaorðræðu sem fór fram á vegum Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum – RIKK – við Háskóla Íslands og Kvenréttindafélags Íslands, í Veröld – húsi Vigdísar hinn 5. desember 2018. Sjá nánar hér.

Stjórnmál vináttunnar og útilokun kvenna

Irma Erlingsdóttir, dósent og forstöðumaður

Í bók sinni, Stjórnmál vináttunnar eða Politiques de l’amitié, skrifar franski heimspekingurinn, Jacques Derrida, að konur hafi frá upphafi verið útilokaðar frá vináttunni (sem í bók hans stendur fyrir skilgreiningarvaldið eða þá hugmyndafræði sem liggur samfélögum okkar til grundvallar — sjálft föðurveldið — í fullveldi og bræðralagi sínu). Þeir eru allir sammála um þetta, karlarnir í heimspekinni, frá Aristótelesi til Nietzsche: Þær geta elskað en þær geta ekki verið vinir, hvorki karla né sín á milli. Þær eru ófærar um það — hafa ekki þroskann sem þarf; búa ekki yfir hæfileikanum að bera tilhlýðilega virðingu fyrir einhverju/m öðru/m — en þær elska. Read more »

Konur og stjórnmál í sögulegu samhengi – Erindi á málþingi um íslenska stjórnmálaorðræðu

Ör-erindi Ragnheiðar Kristjánsdóttur, dósents í sagnfræði, á málþinginu „„Minna hot í ár.“ Stjórnmálaorðræða á Íslandi, annó 2018“, umkvenfyrirlitningu, þöggun og tvískinnung í íslenskri stjórnmálaorðræðu sem fór fram á vegum Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum – RIKK – við Háskóla Íslands og Kvenréttindafélags Íslands, í Veröld – húsi Vigdísar hinn 5. desember 2018. Sjá nánar hér.

 

Konur og stjórnmál í sögulegu samhengi

Ragnheiður Kristjánsdóttir, dósent

Það er eins með það stjórnmálakerfi sem varð til á nítjándu öld og teikningarnar af aðalbyggingu Háskóla Íslands. Þar var ekki gert ráð fyrir konum. Eða svo segir sagan, þ.e.a.s. að þótt konur hafi átt að hafa óheftan aðgang að Háskólanum hafi ekki verið gert ráð fyrir kvennaklósettum í aðalbyggingunni. Read more »

Ímyndir og ómyndir. Orðræður um konur – Erindi á málþingi um íslenska stjórnmálaorðræðu

Ör-erindi Erlu Huldu Halldórsdóttur, dósents í kvenna- og kynjasögu, á málþinginu „„Minna hot í ár.“ Stjórnmálaorðræða á Íslandi, annó 2018“, umkvenfyrirlitningu, þöggun og tvískinnung í íslenskri stjórnmálaorðræðu sem fór fram á vegum Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum – RIKK – við Háskóla Íslands og Kvenréttindafélags Íslands, í Veröld – húsi Vigdísar hinn 5. desember 2018. Sjá nánar hér.

 

Ímyndir og ómyndir. Orðræður um konur

Erla Hulda Halldórsdóttir, dósent

Frá upphafi hafa verið til staðar hugmyndir um mismunandi hlutverk og eðli kynjanna. Karlmenn eru tengdir við skynsemi og rökhugsun – konur við tilfinningar og órökvísi. Karlar tilheyra almannasviðinu: rými athafna, pólitíkur og valds en konur einkasviðinu: heimili og börnum.

Um þetta, meðal annars, fjallar Mary Beard prófessor við Cambridge-háskóla í bók, þar sem hún ræðir um þá eldgömlu hefð að segja konum að halda kjafti og vera sætar – um tungumálið þar sem karlmaðurinn hefur málið, ræðuna og rökvísina, á sínu valdi. Rödd hans er djúp og valdsmannsleg en rödd kvenna hefur aldrei verið nógu góð, hvorki út frá því hvernig hún hljómar né því sem hún segir. Þessar hugmyndir, segir Beard, hafa enn mótandi áhrif á okkur. Read more »

En hvað með lögin? – Erindi á málþingi um íslenska stjórnmálaorðræðu

Ör-erindi Ragnhildar Helgadóttur, forseta lagadeildar Háskólans í Reykjavík, á málþinginu „„Minna hot í ár.“ Stjórnmálaorðræða á Íslandi, annó 2018“, umkvenfyrirlitningu, þöggun og tvískinnung í íslenskri stjórnmálaorðræðu sem fór fram á vegum Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum – RIKK – við Háskóla Íslands og Kvenréttindafélags Íslands, í Veröld – húsi Vigdísar hinn 5. desember 2018. Sjá nánar r.

 

 En hvað með lögin?

Ragnhildur Helgadóttir, forseti lagadeildar HR

Í umræðum undanfarinna daga hefur oft verið vísað til þess að alþingismenn beri ábyrgð gagnvart kjósendum, í kosningum, og engir aðrir geti beitt þá viðurlögum vegna hegðunar þeirra. Þetta stemmir sannarlega við lög; stjórnarskrá geymir ákvæði um kjör þeirra og um sjálfstæði þeirra og þingsins og í almennum lögum er að finna fleiri ákvæði sem tryggja eiga sjálfstæði Alþingis og alþingsmanna.

Reglurnar eru hugsaðar til að tryggja fulltrúum þjóðarinnar öryggi og vinnufrið, ekki síst gagnvart framkvæmdarvaldinu, en vandinn við þetta, þegar upp kemur mál eins og Klausturmálið, er tvíþættur. Read more »