Category: Málþing

Álitamál um heilsufar transfólks

Sólveig Anna Bóasdóttir, Viviane Namaste og Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir

(English below)

Málþing um transfólk, heilbrigði og réttlæti verður haldið föstudaginn 13. apríl frá kl. 13.00 til 15.00 í samstarfi RIKK og Samtakanna 78, í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Samtökin 78 fagna í ár 40 ára afmæli sínu og er málþingið haldið í tilefni af þeim tímamótum.  Read more »

Málþing um bókina „Margar myndir ömmu“

Málþing verður haldið um bókina Margar myndir ömmu. Konur og mótun íslensks samfélags á 20. öld, föstudaginn 15. desember 2017, kl. 15:00–16:30, í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, mun opna málþingið með hugleiðingu um ömmu sína, Vilborgu Guðnadóttur frá Keldum í Mosfellssveit. Vilborg sinnti mikið félagsmálum í Reykjavík á fyrri hluta síðustu aldar.

Þá munu fjórir höfundar, sem eiga greinar í bókinni, Irma Erlingsdóttir, Annadís Rúdólfsdóttir, Ármann Jakobsson og Erla Hulda Halldórsdóttir, fjalla um spurningar og álitaefni sem upp komu við gerð hennar.

Árið 2015 markaði 100 ára árstíð kosningaréttar kvenna og af því tilefni stóð Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum – RIKK – að hádegisfyrirlestraröð sem helguð var ömmum. Markmiðið var að segja sögur kvenna sem lifðu þann tíma þegar nútíminn hóf innreið sína á Íslandi. Þeir sem eiga kafla í bókinni tóku þátt í fyrirlestraröðinni, en hér er um að ræða fjórða greinasafnið í ritröð RIKK, Fléttum.

Bókin hefur hlotið lofsamlega dóma bæði á Hugrás, vefriti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, þar sem Hjalti Hugason ritrýnir, og í hausthefti Sögu, tímarits Sögufélags, í ár, en þar segir Rósa Magnúsdóttir, sagnfræðingur m.a: Read more »

Að taka kyn með í umhverfisreikninginn: Alþjóðlegt mat Umhverfisstofnunar SÞ á stöðu kynjanna

(English below)

Málþing um mat Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna á stöðu kynjanna verður haldið mánudaginn 24. apríl, í stofu 101 í Odda frá kl. 12.00-13.30, í samvinnu RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum, Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og námsbrautar í umhverfis- og auðlindafræðum við Háskóla Íslands.

Þátttakendur í málþinginu eru Joni Seager, prófessor og forstöðumaður deildar hnattrænna fræða við Bentley-háskóla, Auður H. Ingólfsdóttir, lektor við félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst og fundarstjóri er Lára Jóhannsdóttir, lektor í umhverfis- og auðlindafræði við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Read more »

Málþing um málefni intersex-fólks

intersex_flag-svg(See English below)

Málþing um málefni intersex-fólks verður haldið á vegum RIKK, í samstarfi við Intersex Ísland og þverfræðilegt nám í kynfræði við Háskóla Íslands, 14 nóvember 2016, í stofu 101 í Lögbergi. Málþingið hefst kl. 15 og lýkur kl. 17.

Dagskrá:

Kitty Andersen, formaður Intersex Ísland, stjórnarmaður í Samtökunum 78 og ritari framkvæmdastjórnar Organisation Intersex International Europe: „Upon recognition of Intersex human rights violations.“

Tommi Paalanen, framkvæmdastjóri Sexpo Foundation, doktor í félagsvísindum og heimspekingur: „Foreskin Ethics – Ethical Enquiry into Male Genital Mutilation“.

Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor í guðfræðilegri siðfræði og kennari í þverfræðilegu námi í kynfræði:  „Making sex! From Simone de Beauvoir to John Money & Anke Ehrhardt.“

Tiina Vilponen er kynningarfulltrúi Sexpo Foundation. Hún er með meistarapróf í guðfræði, ráðgjafi um málefni tengd kynhneigð og -vitund, viðurkenndur sérfræðingur í kennslu um kynhneigð- og vitund og kynheilsu: „Genital Autonomy as a Sexual Right.“

Fundarstjóri: Ásta Kristín Benediktsdóttir.

Read more »

Heggur sá er hlífa skyldi? – Málþing 4. nóvember

effjolmidlar

„Heggur sá er hlífa skyldi?“ Málþing um samfélagslega ábyrgð gagnvart þolendum kynbundins ofbeldis verður haldið föstudaginn 4. nóvember, kl. 14:00–17:30, í Bíósalnum á Hótel Reykjavík Natura (áður Loftleiðahótelið).

Samfélagsumræða um kynferðisbrot hefur aukist mjög undanfarin ár. Þolendur koma fram og segja sínar sögur og afhjúpa ofbeldi sem hafði legið í þagnargildi. Með hjálp samfélagsmiðla hefur „valdeflingarherferðum“ þolenda, eins og Druslugöngu, Free the Nipples- og Beauty tips-byltingu, verið hleypt af stokkunum. Jafnframt berast stöðugt fréttir af því, hérlendis og erlendis, að hylmt hafi verið yfir með kynferðisbrotamönnum, jafnvel í áratugi, og þar koma við sögu valdamiklar stofnanir eins og trúarstofnanir og fjölmiðlar.

Read more »

Dagskrá RIKK á haustmisseri 2016

rikk-hnappar_haust_2016_net_217x217-pixHaustdagskrá RIKK hefst fimmtudag 8. september með fyrirlestri Sigrúnar Sigurðardóttur um áhrif ofbeldis á heilsufar. Eins og fyrr er fyrirlestraröðin hýst í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins, kl.12-13 á fimmtudögum.

Aðrir viðburðir á haustmisseri eru málþing um intersex fólk, sem haldið er í samstarfi við þverfræðilegt nám í kynfræði við Háskóla Íslands og félagið Intersex Ísland, og ráðstefnan Confronting gendered violence: Focus on perpetrators. Norræn ráðstefna sem haldin er í samstarfi við NIKK – norrænu upplýsingamiðstöðina um kynjajafnrétti – og velferðarráðuneyti Finnlands. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á vefnum: http://cgv.hi.is/. Read more »