#MeToo-hreyfingin vakti umræður um kynbundna áreitni og kynbundið ofbeldi og sýndi fram á þörfina fyrir fleiri sjónarhorn þegar kemur að þessum mállum eins og kemur fram í The Routledge Handbook of the Politics of the #MeToo Movement (2021, Routledge). Handbókin leiðir saman ólíkar raddir umhverfis heiminn og gefur bæði staðbundin yfirlit yfir stöðuna í málaflokknum sem og umfjöllun um almenn viðbrögð við hreyfingunni. Væntanleg bók sem nefnist Re-Imagining Sexual Harassment. Perspectives from the Nordic Region (2023, Bristol University Press) býður svo upp á nýjan skilning á kynbundinni áreitni með því að leiða saman rannsakendur, sérfræðinga og rithöfunda á Norðurlöndunum. Þar er spurningunni um hvernig lagarammar geti stuðlað að forvörnum velt upp og fjallað um ímynd Norðurlandanna sem velferðar- og jafnréttissamfélaga í samhengi við baráttuna gegn kynferðislegri áreitni. RIKK – Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum, Skrifstofa kynjarannsókna í Svíþjóð og NIKK (norrænar upplýsingar um kyn) bjóða til málþingsins þann 25. apríl 2023 milli kl. 13.00 og 16.00 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins þar sem höfundar og ritstjórar sem standa að bókunum munu fjalla um meginefni þeirra, bæði í fyrirlestrum og umræðum.

 

Á dagskrá verða:
Maja Lundqvist, meðritstjóri Re-Imagining Sexual Harassment. Perspectives from the Nordic Region.
Hildur Fjóla Antonsdóttir, höfundur kaflans „Beyond Restorative Justice. Survivors’ Calls for Innovative Practices in Iceland“ í Re-Imagining Sexual Harassment.
Silas Aliki, höfundur kaflans „I Have Always Thought a Lot about the Nature of Violence. Carceral Feminism and Sexual Violence in the Neoliberal State“ í Re-Imagining Sexual Harassment.
Giti Chandra, meðritstjóri The Routledge Handbook of the Politics of the #MeToo Movement og höfundur kaflans „The Anonymous Feminist. Agency, Trauma, Personhood, and the #MeToo Movement“.
Irma Erlingsdóttir, meðritstjóri The Routledge Handbook of the Politics of the #MeToo Movement og höfundur kaflans “Fighting Structural Inequalites. Feminist Activism and the #MeToo Movement in Iceland”.

 

Á málþinginu verður meðal annars fjallað um réttlæti, uppbyggilega réttvísi, refsistefnu og þekkingu á sviði kynbundinnar áreitni og ofbeldis. Nánari dagskrá verður birt síðar.

 

Málþingið er opið. Skráning er hér að neðan.

 

This form is closed