Category: Málþing

Ömmur á faraldsfæti á Höfn

1509_ommurafaraldsfaetiLaugardaginn 26. september, kl. 14, verður haldið málþing um ömmur í fyrirlestrasal Nýheima á vegum RIKK – Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands – og Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Höfn.

Til Hafnar koma Erla Hulda Halldórsdóttir, sagnfræðingur og Dagný Kristjánsdóttir, bókmenntafræðingur og flytja fyrirlestra úr röðinni „Margar myndir ömmu“ sem nú í september eru fluttir víðs vegar um landið.

Fyrirlestur Erlu Huldu nefnist: „Hvers vegna amma? Saga og sjónarhorn“ og í honum verður rætt um aðferðir og kenningar í sambandi við ‚ömmusögu‘. Hvað þýðir það að skrifa um ömmu? Hvaða kosti hefur það og hvað ber að varast? Erlendis hafa sögur af ömmum og formæðrum verið notaðar til þess að varpa ljósi á aðra þætti þjóðarsögunnar en þá sem teljast til hinnar almennu og viðurkenndu sögu. Read more »

Ömmur á faraldsfæti á Skagaströnd / Fyrirlestradagur

1509_ommurafaraldsfaetiLaugardaginn 19. september, kl. 13:30-16:30 verður Fyrirlestradagur í Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra í samvinnu við Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum. Fyrirlestrarnir verða haldnir í Bókasafni Halldórs Bjarnasonar, Gamla kaupfélagshúsinu, Einbúastíg 2.

Súsanna Margrét Gestsdóttir verður fulltrúi ömmufyrirlestraraðarinnar og flytur fyrirlestur sinn um ömmu sína og nöfnu Súsönnu Margréti Gunnarsdóttur sem hún flutti áður í febrúar 2015 í Háskóla Íslands, „Það var sól þann dag – um Súsönnu Margréti Gunnarsdóttur frá Ströndum (1926-2002)“.

Heitt verður á könnunni og allir eru velkomnir! Read more »

Ömmur á faraldsfæti á Ísafirði

1509_ommurafaraldsfaetiMálþing sem haldið er í samstarfi við Prófessorsembættis Jóns Sigurðssonar, Safns Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri og RIKK verður haldið laugardaginn 19. september 2015, kl. 13:00-16:00 í Edinborgarhúsinu á ÍsafirðiÁrmann Jakobsson, prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands flytur fyrirlestur sinn „Tvær afasystur: Katrín Thoroddsen og Hulda Jakobsdóttir“ og Jóna Símonína Bjarnadóttir, Valdimar J. Halldórsson og Þóra Þórðardóttir halda erindi um ömmur sínar.

Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis! Read more »

Ömmur á faraldsfæti

1509_ommurafaraldsfaetiRIKK – Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum – stóð á vormisseri 2015 fyrir hádegisfyrirlestraröð sem helguð var ömmum í tilefni 100 ára kosningaréttar kvenna á Íslandi standa. Markmiðið var að segja sögur kvenna sem lifðu þann tíma þegar nútíminn hóf innreið sína á Íslandi, í lok 19. aldar og á fyrri hluta 20. aldar, og varpa ljósi á framlag þeirra, stöðu og aðstæður. Tuttugasta öldin var öld baráttu fyrir borgaralegum réttindum, þar á meðal kvenréttindum en fyrsta bylgja femínisma skilaði atkvæðarétti til kvenna víða um heim á fyrstu áratugum 20. aldar.
Í fyrirlestraröðinni var fjallað um sögu, hugmyndaheim og aðstæður þessara kvenna og efnið sett í kenningalegt en jafnframt persónulegt samhengi.
Fræðimenn úr ýmsum greinum tengdu rannsóknarefni sín við ömmur/langömmur sínar og/eða konur sem tengdust þeim með einum eða öðrum hætti. Fjallað var um breiðan hóp kvenna með ólíka búsetu, menntun og menntunarmöguleika, af ólíkri stétt; þekktar sem óþekk(t)ar. Read more »

Að stika sér spönn á kvennaslóðum

Curver Thoroddsen, Kung Fu þvottahús, 2015

Curver Thoroddsen, Kung Fu þvottahús, 2015

Laugardaginn 18. apríl kl. 14 verður efnt til málþings í tengslum við sýninguna MENN sem nú stendur yfir í Hafnarborg. Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands (RIKK) skipuleggur málþingið en þar koma fræðimenn og samfélagsrýnar saman og ræða efni sýningarinnar frá sjónarhóli karla- og jafnréttisfræða.

Þátttakendur eru allir þekktir fyrir rannsóknir eða skrif um jafnréttismál en það eru þeir Ingólfur V. Gíslason, Jón Ingvar Kjaran og Árni Matthíasson. Haukur Ingvarsson rithöfundur og bókmenntafræðingur stýrir málþinginu en að framsöguerindum loknum taka listamennirnir, sem eiga verk á sýningunni, þátt í pallborðsumræðum. Read more »

Menn í Hafnarborg – Sýning og málþing

Menn, sýning í Hafnarborg

Menn, sýning í Hafnarborg

Laugardaginn 28. mars kl. 15 verður sýningin Menn opnuð í Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar og eru allir velkomnir á opnunina. Sýningin beinir sjónum að stöðu karla við upphaf 21. aldar og þeim breytingum sem orðið hafa á högum þeirra í ljósi breyttrar stöðu kvenna. Á sýningunni eru sýnd verk eftir fjóra karllistamenn í fremstu röð, þá Curver Thoroddsen, Finn Arnar Arnarson, Hlyn Hallsson og Kristinn G. Harðarson.

RIKK sér í samstarfi við Hafnarborg um málþing í tengslum við sýninguna og verður það haldið laugardaginn 18. apríl kl. 14 í Hafnarborg. Það verður auglýst nánar þegar nær dregur.

Um sýninguna má fræðast nánar á vefsíðu Hafnarborgar.