Category: Hádegisfyrirlestrar

„berrössuð stelpa“ eða „síðbrjósta kellíng“: Um elli og öldrun og afstöðu skáldmæltra kvenna til slíkra efna

Bergljót Soffía Kristjánsdóttir

Bergljót Soffía Kristjánsdóttir, prófessor, er sjötti fyrirlesari fyrirlestraraðar RIKK á haustmisseri 2019 og nefnist fyrirlestur hennar „„berrössuð stelpa“ eða „síðbrjósta kellíng“: Um elli og öldrun og afstöðu skáldmæltra kvenna til slíkra efna“. Fyrirlesturinn er fluttur fimmtudaginn 14. nóvember, kl. 12:00-13:00, í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Í fyrirlestrinum verður fyrst drepið á hvernig talað hefur verið um öldrun og elli fyrr og nú; vikið að lífseigum hugmyndum sem hafa verið uppi um ellina – og öldrun kvenna sérstaklega; minnst á hvenær rannsóknir á konum og elli hófust og hvernig þær hafa breytt sýn okkar á efnið en þá verður meðal annars vitnað í Simone de Beauvoir. Að auki verður sótt til nokkurra femínista á þessari öld til að varpa ljósi á stöðu mála nú. Í framhaldinu verða tekin dæmi úr ritum ýmissa íslenskra skáldkvenna sem gefa innsýn í hvernig ellin markar reynslu þeirra og kenndir – á ólíkum tímum og við ólíkar aðstæður.

Bergljót Soffía Kristjánsdóttir er prófessor í íslenskum bókmenntum eftir 1700. Hún hefur fengist við kennslu á ýmsum skólastigum, síðustu þrjátíu ár á háskólastigi, bæði hérlendis og í Kaupmannahöfn. Rannsóknir hennar eru á sviði miðaldabókmennta og seinni alda bókmennta en síðustu fimmtán ár hefur hún einkum nýtt hugræna bókmenntafræði á fornan og nýjan skáldskap.

Fyrirlesturinn er fluttur á íslensku og er öllum opinn og aðgangur ókeypis.

Viðburðurinn á Facebook!

Hádegisfyrirlestraröð RIKK á haustmisseri 2019 er tileinkuð öldrun. Í fyrirlestraröðinni munu fyrirlesarar úr mismunandi greinum fjalla um viðfangsefnið út frá ólíkum sjónarhornum.

Fyrirlestraröðin er haldin í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands.

Krosssaumur eða rauðir sokkar? Hugmyndasaga öldrunar á Íslandi

Líney Úlfarsdóttir

Líney Úlfarsdóttir, sálfræðingur, er fimmti fyrirlesari fyrirlestraraðar RIKK á haustmisseri 2019 og nefnist fyrirlestur hennar „Krosssaumur eða rauðir sokkar? Hugmyndasaga öldrunar á Íslandi“. Fyrirlesturinn er fluttur fimmtudaginn 7. nóvember, kl. 12:00-13:00, í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Hvernig „á“ að eldast, er til rétt leið og þá röng? Hvernig hefur þjónustu við aldraða tekist að aðlagast breyttum veruleika, aukinni fjölbreytni og fjölda aldraðra? Gerir þjónustan ráð fyrir öldruðum af öllum kynjum eða dugar að bjóða upp á krosssaum og útskurð til að sjá fyrir félagsþörf? Leitast verður við að varpa ljósi á þjónustu við aldraða eins og hún hefur verið og hvert við þurfum að stefna. Svokallað eftirlaunatímabil lengist og gerir það að verkum að við sem samfélag verðum að reikna með aukinni fjölbreytni, kröfum og draumum þessa hóps til að auka lífsgæði.

Líney Úlfarsdóttir hefur allan starfsaldur sinn á Íslandi unnið hjá Reykjavíkurborg og lengst af í öldrunarmálum. Starfsvettvangur hefur verið einstaklingsvinna meðfram störfum heimahjúkrunar og félagslegarar heimaþjónustu auk ráðgjafar til starfsfólks og stofnana í öldrunargeiranum. Líney hefur einnig sinnt stundakennslu á sviði öldrunarsálfræði við Háskóla Íslands.

Fyrirlesturinn er fluttur á íslensku og er öllum opinn og aðgangur ókeypis.

Viðburðurinn á Facebook!

***

Hádegisfyrirlestraröð RIKK á haustmisseri 2019 er tileinkuð öldrun. Í fyrirlestraröðinni munu fyrirlesarar úr mismunandi greinum fjalla um viðfangsefnið út frá ólíkum sjónarhornum.

Fyrirlestraröðin er haldin í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands.

Að eldast hinsegin

Berglind Indriðadóttir

Berglind Indriðadóttir, iðjuþjálfi, er fjórði fyrirlesari fyrirlestraraðar RIKK á haustmisseri 2019 og nefnist fyrirlestur hennar „Að eldast hinsegin“. Fyrirlesturinn er fluttur fimmtudaginn 24. október, kl. 12:00-13:00, í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Geta lífshlaupsnálgun og öldrunarfræði stuðlað að betri öldrunarþjónustu fyrir hinsegin fólk? Hvaða samfélags- og kerfisþættir eru líklegir til að hafa áhrif á líf og líðan hinsegin eldra fólks? Er eitthvað öðruvísi við að vera hinsegin öldruð? Vill eldra hinsegin fólk að þjónustan sé miðuð út frá því að vera hinsegin? Og vill fólk í þessum aldurshópi kannski alls ekki vera kallað hinsegin? Í erindinu verður leitast við að varpa fram svörum við þessum spurningum og vekja enn fleiri.

Berglind Indriðadóttir er iðjuþjálfi frá Ergoterapeutskolen í Odense (2002) og hefur starfað í íslenskri öldrunarþjónustu frá útskrift; á sjúkrahúsum og hjúkrunarheimilum, í dagþjónustu og hjá sveitarfélögum. Hún hefur lokið diplóma í opinberri stjórnsýslu, öldrunarþjónustu og félagsfræði við Háskóla Íslands (2015 – 2017). Berglind er ein þeirra sem standa að Farsælli öldrun – Þekkingarmiðstöð, frumkvöðlastarfsemi sem er ætlað að verða þekkingarmiðstöð um öldrunarmál sem á að starfa á landsvísu að norrænni fyrirmynd.

Fyrirlesturinn er fluttur á íslensku og er öllum opinn og aðgangur ókeypis.

Viðburðurinn á Facebook!


Hádegisfyrirlestraröð RIKK á haustmisseri 2019 er tileinkuð öldrun. Í fyrirlestraröðinni munu fyrirlesarar úr mismunandi greinum fjalla um viðfangsefnið út frá ólíkum sjónarhornum.

Fyrirlestraröðin er haldin í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands.

Hádegisfyrirlestraröð RIKK um kynjaðar víddir loftslagsbreytinga: Kall eftir ágripum

©Superbass

Hádegisfyrirlestraröð RIKK – rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum á vormisseri 2020 verður helguð kynjuðum víddum loftslagsbreytinga.

Með fyrirlestruum gefst fræðimönnum tækifæri til að ræða og kynna nýjar rannsóknir. Mikil áhersla er lögð á fjölbreytileg viðfangsefni af öllum fræðasviðum og þverfaglega nálgun. Til dæmis mætti skoða efnið út frá umhverfisfræði, menningarfræði, sagnfærði, sálfræði, hagfræði, kynjafræði, bókmenntafræði, landfræði, líffræði og þannig mætti lengi telja.

Markmið fyrirlestraraðarinnar er að skoða hið knýjandi málefni sem loftslagsbreytingar eru út frá kynjafræðilegu og jafnréttissjónarhorni.

Fyrirlestraröðin er skipulögð í samvinnu við Alþjóðlegan jafnréttisskóla við HÍ (GEST). 

Kallað er eftir ágripum (200-250 orðum) og er kallið er opið til 14. nóvember 2019. Ágrip skal senda á netfangið: rikk@hi.is

Call for abstracts 

The RIKK – Institute for Gender, Equality and Difference lunchtime lecture series for spring 2020 is devoted to gender and climate change.  

The lectures allow scholars to present and discuss new research. The lecture series aims for an interdisciplinary approach and a wide selection of topics from a variety of fields, such as environmental studies, cultural studies, history, psychology, economics, gender studies, literature studies, geology, and biology, to name just a few.

The aim of this lecture series is to take a gender and equality perspective on the urgent topic of climate change.  

The lecture series is organized in cooperation with GEST – Gender Equality Studies and Training Programme at the University of Iceland. 

The deadline for abstracts (200-250 words) is 14 November 2019. Submit abstracts to rikk@hi.is 

Tekjur á efri árum: Samspil tekna, réttinda og ólíks lífshlaups kvenna og karla

Kolbeinn Stefánsson
Kolbeinn Stefánsson

Kolbeinn Hólmar Stefánsson, sérfræðingur við Hagstofu Íslands, er þriðji fyrirlesari fyrirlestraraðar RIKK á haustmisseri 2019 og nefnist fyrirlestur hans „Tekjur á efri árum: Samspil tekna, réttinda og ólíks lífshlaups kvenna og karla“. Fyrirlesturinn er fluttur fimmtudaginn 17. október, kl. 12:00-13:00, í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Í erindinu fjallar Kolbeinn Stefánsson um lífskjör á efri árum með sérstakri áherslu á kynbundinn mun á lífeyristekjum. Hann fjallar um þá þætti sem hafa áhrif á niðurstöðuna, svo sem kynhlutverk og kynbundna verkskiptingu, kynbundinn launamun og hærri tíðni örorku á meðal kvenna en karla. Kolbeinn byggir umfjöllun sína á gögnum frá Hagstofu Íslands, Tryggingastofnun ríkisins og af vefnum Tekjusagan.is. Gögnin benda til þess að lífeyriskerfið framlengi kynbundinn launamun inn á efri árin en að skerðingar lífeyris almannatrygginga dragi þó lítillega úr kynbundnum muni tekna eldri borgara.

Kolbeinn hefur starfað við rannsóknir á sviði lífskjara- og velferðarmála frá 2001. Hann lauk doktorsnámi í félagsfræði frá Oxfordháskóla árið 2013. Síðan þá hefur hann starfað hjá Hagstofu Íslands og komið þar að ýmsum verkefnum, svo sem félagsvísum og mælingum á hagsæld og lífsgæðum. Samhliða störfum sínum á Hagstofunni hefur hann verið virkur í rannsóknum og kennslu. Fyrr á þessu ári gaf hann út skýrslu um lífskjör og fátækt barna á Íslandi sem var unnin fyrir Velferðarvaktina og nýverið gaf Öryrkjabandalag Íslands út skýrslu hans um fjöldaþróun örorkulífeyrisþega.

Fyrirlesturinn er fluttur á íslensku og er öllum opinn og aðgangur ókeypis.

Viðburðurinn á Facebook!

***

Hádegisfyrirlestraröð RIKK á haustmisseri 2019 er tileinkuð öldrun. Í fyrirlestraröðinni munu fyrirlesarar úr mismunandi greinum fjalla um viðfangsefnið út frá ólíkum sjónarhornum.

Fyrirlestraröðin er haldin í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands.

„Ég vil bara vera virkur þátttakandi í samtalinu“. Eldri konur í sjónvarpsefni samtímans

Eyrún Lóa Eiríksdóttir
Eyrún Lóa Eiríksdóttir

Eyrún Lóa Eiríksdóttir er annar fyrirlesari fyrirlestraraðar RIKK á haustmisseri 2019 og nefnist fyrirlestur hennar „„Ég vil bara vera virkur þátttakandi í samtalinu“. Eldri konur í sjónvarpsefni samtímans“. Fyrirlesturinn er fluttur fimmtudaginn 12. september, kl. 12:00-13:00, í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Doktorsritgerð Eyrúnar Lóu nefnist Hin kvenlæga rödd í sjónvarpsefni samtímans (undir leiðsögn Öldu Bjarkar Valdimarsdóttur, dósents) en þar er staða nútímakonunnar rannsökuð í tengslum við birtingarmyndir hennar á streymisveitunni Netflix. Fjallað er um nýjar áherslur þegar kemur að kvenhlutverkum og hvernig söguþráður virðist hafa tekið breytingum í takt við jafnréttiskröfur. Í erindinu er sjónvarpsþátturinn Grace & Frankie tekinn til skoðunar en þeir fjalla um tilveru(rétt) eldri kvenna og málefni tengd þeim sem hafa ekki endilega átt upp á pallborðið í meginstraumssjónvarpsþáttum, þ.e. atvinnuþátttöku eldri kvenna, vinskap og sambýli á efri árum, kynlíf/hjálpartæki ástarlífsins sem og ákvörðunarrétt yfir eigin líkama, búsetu og mat á eigin færni.

Read more »