Fimmtudaginn 3. desember verður efnt til rafrænnar málstofu í tilefni af útkomu bókarinnar The Routledge Handbook on the Politics of the #MeToo Movement í ritstjórn Giti Chandra og Irmu Erlingsdóttur. Á málstofunni, sem fer fram milli kl. 16.00 og 17.30, munu sex kaflahöfundar auk ritstjóra fjalla um efni bókarinnar, rýna í styrk- og veikleika hreyfingarinnar í þverþjóðlegu samhengi og setja fram hugmyndir um hvernig viðhalda megi slagkrafti hennar. Frummælendur verða þau Angela Davis, Purna Sen, Marai Larassi, Freyja Haraldsdóttir, Jeff Hearn, Magdalena Grabowska og Cynthia Enloe.

#MeToo-hreyfingin hefur þegar markað þáttaskil. Nýnæmi hennar felst ekki aðeins í breiðari þátttöku og samstöðu í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi, kynferðislegri áreitni og hatursorðræðu en áður hefur þekkst. Hún hefur einnig leitt til alþjóðlegrar viðurkenninngar á útbreiðslu vandans og pólitískrar viðhorfsbreytingar, þar sem áhersla er lögð á kerfislægt misrétti. Í fyrirlestri sínum á alþjóðaráðstefnu í Hörpu um #MeToo-hreyfinguna í september 2019 notaði Angela Davis orðið „heimsfaraldur“ þrisvar sinnum til að lýsa útbreiðslu og áhrifum kynferðislegs ofbeldis sem alþjóðlegrar ógnar við velferð og lífi kvenna og annarra einstaklinga sem tilheyra viðkvæmum hópum. Þetta var aðeins hálfu ári áður en hættustigi var lýst yfir vegna COVID-19. Hröð útbreiðsla veirunnar og erfiðleikarnir við að vinna bug á henni hafa á margan hátt dýpkað skilning almennings á kerfislægum ógnum og misrétti. Hins vegar er sú hætta einnig fyrir hendi að faraldurinn leiði til bakslags í baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi og kynjamismunun, enda hefur heimilisofbeldi aukist til muna eftir hann hófst. Útgáfu bókarinnar styrkti Jafnréttissjóður, en auk þess standa Jafnréttisskólinn, RIKK og rannsóknsetrið EDDA við Háskóla Íslands að útgáfunni.

Skráning á málstofuna fer fram hér.

A virtual symposium to celebrate the publication of The Routledge Handbook of the Politics of The #MeToo Movement, edited by Giti Chandra and Irma Erlingsdóttir, will be held on Thursday 3 December 2020, 16.00-17.30 GMT.

The book identifies thematic and theoretical areas of the #MeToo movement, makes connections between the ways in which it has panned out in different parts of the world, views it within the context of the many feminist and gendered struggles already in place and of the solidarities with similar movements across countries and cultures. With contributions from gender experts spanning a wide range of disciplines including political science, history, sociology, law, literature, and philosophy, the book has contemporary relevance for scholars, feminists, and gender researchers across the globe.

The virtual launch will be in the format of a Zoom Webinar, registration here.

Agenda:
Editors Giti Chandra and Irma Erlingsdottir present the Handbook
Speakers:
Angela Davis, Distinguished Professor Emerita, University of California Santa Cruz
Purna Sen, Visiting Professor, London Metropolitan University
Marai Larassi, Advocate, Community Organiser, Consultant and Educator
Freyja Haraldsdottir, Activist and Adjunct Lecturer, University of Iceland
Jeff Hearn, Senior Professor, Örebro University
Magdalena Grabowska, Professor, Polish Academy of Sciences
Cynthia Enloe, Professor, Clark University