Samfélagslegar hugmyndir um réttlæti í kynferðisbrotamálum taka almennt mið af refsirétti og hegningarlögum. Rannsóknir á reynslu og hugmyndum þolenda kynferðisbrota sýna aftur á móti að réttlætið er mun flóknara fyrirbæri sem getur tekur á sig ólíkar myndir eftir aðstæðum fólks og getur tekið breytingum yfir tíma. Á ráðstefnunni Recognising Sexual Violence: Developing Pathways to Survivor-Centred Justice verður fjallað um hvernig við tökum þolendamiðað réttlæti alvarlega en það krefst þess að við endurhugsum ólík réttlætiskerfi og þróum pólitískar, félagslegar og lagalegar leiðir að réttlæti í þeim tilgangi að mæta betur réttlætishagsmunum þolenda. Þá verður fjallað um hvernig hægt er að leiðrétta þann réttlætishalla sem þolendur kynferðisofbeldis búa við – þá bæði gagnvart ríkinu og þeim sem ofbeldinu beita. Ráðstefnan samanstendur af sex málstofum þar sem leitast verður við að svara þessum spurningum út frá ólíkum nálgunum, þ.m.t. refsirétti, skaðabótarétti, fagráðum um kynferðisofbeldi, uppbyggilegri réttvísi, umbreytandi réttlæti, og samfélagslegum ábyrgðarferlum.

Ráðstefnan fer fram í Hátíðarsal í Aðalbyggingu Háskóla Íslands þann 28. september 2022. Ráðstefnan er öllum opin, skráning á ráðstefnuna er hér að neðan og upptökur af henni verða gerðar aðgengilegar að henni lokinni.

Ráðstefnan er skipulögð af RIKK – Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands í samstarfi við Lundarháskóla og Oslóarháskóla. Jafnréttissjóður Íslands, Norræna ráðherranefndin og forsætisráðuneytið styrkja ráðstefnuna.

Nánari upplýsingar, skráningu og dagskrá má nálgast hér.

In the political imaginary, the meaning of justice in cases of sexual violence is usually equated with criminal justice. However, research shows that justice for survivors of sexual violence is a more nuanced and complex phenomenon. Taking survivor-centred justice seriously demands the rethinking of different justice mechanisms and the creation of different political, social and legal pathways to justice. To address the “justice deficit” in cases of sexual violence the international conference Recognising Sexual Violence: Developing Pathways to Survivor-Centred Justice will explore alternative approaches to justice as part of efforts to hold the state and offenders to account.

The conference takes place on 28 September 2022 in the Aula in the Main Building at the University of Iceland. The conference is open to all and consists of five panels and a plenary session exploring the topic across different themes and regions with a particular emphasis on the Nordic context. Please register for the event here below. Recordings from the conference will be made available afterwards. A closed Nordic workshop will also be held parallel to the conference.

The conference is organised by RIKK – Institute for Gender, Equality and Difference at the University of Iceland in coordination with the Law Faculty of Lund University and the Department of Criminology and Sociology of Law at Oslo University. The conference received funding from the Icelandic Gender Equality Fund, the Nordic Council of Ministers, and the Icelandic Prime Minister’s Office.

Registration and conference programme is available here.