Category: Hádegisfyrirlestrar

Vegferð til betra lífs?

Hólmfríður Garðarsdóttir

Hólmfríður Garðarsdóttir, prófessor í spænsku, flytur erindið „Vegferð til betra lífs? — Kyn skiptir (öllu) máli á tímum fólksflutninga“, fimmtudaginn 23. nóvember, kl. 12-13 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Hólmfríður er prófessor í spænsku við Háskóla Íslands en hún lauk doktorsnámi í bókmenntafræði og spænsku, með áherslu á bókmenntir Rómönsku Ameríku, frá Texasháskóla í Austin árið 2001. Hún hefur starfað sem aðjunkt, lektor, dósent og prófessor við Háskóla Íslands frá 1998. Hólmfríður starfar við Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda á Hugvísindasviði skólans.

Ástæður, aðstæður og afleiðingar straums flóttamanna til Evrópu hafa verið mjög til umræðu síðustu misseri. En fólk er á faraldsfæti víða um heim og af ýmsum og ólíkum sökum. Þar má nefna flóttamenn frá Afríku og Mið-Austurlöndum á flótta undan stríði, þurrkum og öðrum breytingum af völdum loftslagsbreytinga, farandverkamenn frá fátækari löndum Evrópu til hinna efnameiri, Rómafólk sem ferðast um í leit að lífsviðurværi að ógleymdum fórnarlömbum mansals sem glæpahringir stunda og er mikið vandamál m.a. í Evrópu. Read more »

„og legge mig frem til noget sem i fremtiden kunne blive nyttig for Island“

Guðný Hallgrímsdóttir

Guðný Hallgrímsdóttir

Guðný Hallgrímsdóttir, doktorsnemi í sagnfræði, flytur erindið „og legge mig frem til noget sem i fremtiden kunne blive nyttig for Island“, fimmtudaginn 2. nóvember, kl. 12-13 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Guðný er sjálfstætt starfandi sagnfræðingur og doktorsnemi í sagnfræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinandi hennar í náminu er Már Jónsson, prófessor í sagnfræði.

Erindið byggist að hluta til á doktorsverkefni Guðnýjar um iðnmenntun íslenskra kvenna í Danmörku á 18. öld. Meginefni þeirrar rannsóknar er umfjöllun um fimm konur sem allar voru á sama tíma í Danmörku við nám í vefnaði og spuna. Í skjalasafni rentukammers hafa varðveist sendibréf frá þeim öllum sem veita ágæta innsýn í líf þeirra, bæði meðan á námstímanum stóð ytra, en líka eftir að þær komu heim til Íslands. Ætlunin er meðal annars að kanna hvort þessum konum hafi tekist að skapa eigin örlög innan þess þrönga ramma sem athöfnum þeirra voru settar á 18. öld? Read more »

Að fá (ekki) kosningarétt – eða missa

Þorgerður Þorvaldsdóttir

Dr. Þorgerður H. Þorvaldsdóttir, sagn- og kynjafræðingur, flytur erindið „Að fá (ekki) kosningarétt – eða missa“, fimmtudaginn 19. október, kl. 12-13 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Þorgerður starfar sem sérfræðingur hjá Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands og er sjálfstætt starfandi fræðimaður í ReykjavíkurAkademíunni.
Í fyrirlestrinum verður aðferðum samtvinnunar (ens. intersectionality) beitt til þess að rýna með gagnrýnum hætti í „sigurgöngusöguna“ um kosningarétt íslenskra kvenna, sem fékkst þann 19. júní 1915, og „spyrja öðruvísi spurninga“ um takmarkanir kosningaréttarins og þær hindranir sem konur (og karlar) gátu staðið frammi fyrir eftir að hin borgaralegu réttindi voru formlega í höfn. Í fyrstu var aldurtakmark nýrra kjósenda, þ.e. allra kvenna og vinnumanna, takmarkað við 40 ára aldur og allt til ársins 1934 missti fátækt fólk sem var í skuld fyrir þeginn sveitarstyrk kosningarétt sinn og kjörgengi. Í upphafi voru kyn, aldur og stétt, því samtvinnaðir þættir sem með afgerandi hætti takmörkuðu lýðræðisréttindi fólks. Að auki voru samfélagsbreytur á borð við hjúskaparstöðu, ómegð, aldur, fötlun og heilsufar samtvinnaðar kyni og stétt og gátu hindrað fólk í að lifa mannsæmandi lífi og vera fullgildir pólitískir þegnar og gerendur í samfélaginu. Kastljósinu verður sérstaklega beint að nokkrum konum sem neyddust til þess að þiggja sveitastyrk vegna langvarandi eða tímabundinna erfiðleika vegna veikinda, makamissis eða barnafjölda. Fyrir vikið ýmist fengu þær ekki kosningarétt – eða fengu hann og misstu, í lengri eða skemmri tíma. Read more »

Hvað er nauðgun?

Ragnheiður Bragadóttir, prófessor

Ragnheiður Bragadóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, flytur erindið „Hvað er nauðgun?“, fimmtudaginn 21. september, kl. 12-13 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Fjallað verður um hugtakið nauðgun í íslenskum rétti, þróun þess og breytingar sem gerðar voru á ákvæðum almennra hegningarlaga um nauðgun árin 1992 og 2007, rökin þar að baki og sjónarmið um skilgreiningu hugtaksins. Loks verður vikið að því hvort breyta þurfi skilgreiningu nauðgunarhugtaksins enn frekar og ræddar nýjar hugmyndir hvað það varðar. Read more »

Vitni í eigin máli: Upplifun þolenda kynferðisbrota af lagalegri stöðu sinni og réttindum

Hildur Fjóla Antonsdóttir

Hildur Fjóla Antonsdóttir, doktorsnemi í réttarfélagsfræði við Háskólann í Lundi, flytur fyrsta erindið í hádegisfyrirlestraröð RIKK. Nefnist það „Vitni í eigin máli: Upplifun þolenda kynferðisbrota af lagalegri stöðu sinni og réttindum“, fimmtudaginn 7. september, kl. 12-13 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Erlendar rannsóknir sýna að brotaþolar, þá sérstaklega þolendur kynferðisbrota, hafa oft neikvæða reynslu af réttarkerfinu og hefur enska hugtakið „secondary victimization“ verið notað til að lýsa hvernig upplifun þeirra einkennast oft af kvíða, efa, sjálfsásökunum og jöðrun í réttarferlinu. Í þessu erindi er sjónum hins vegar beint að réttarkerfinu sjálfu og hvernig brotaþolar upplifa stöðu sína og réttindi innan þess. Spurt er: Er staða brotaþola innan réttarkerfisins réttlát? Til þess að svara þeirri spurningu er byggt á viðtölum við þolendur kynferðisbrota á Íslandi og þau greind út frá réttlætiskenningu stjórnmálafræðingsins Nancy Fraser. Í þessu samhengi verður einnig fjallað um stöðu og réttindi brotaþola á hinum Norðurlöndunum og túlkun norska lagaprófessorsins Anne Robberstad á reglu sakamálaréttarfars um jafnræði málsaðila í vestnorrænum rétti. Read more »

Uppgangur Black Lives Matter-hreyfingarinnar: Kynþáttur og löggæsla í Bandaríkjunum

Rashawn Ray

(English below)

Dr. Rashawn Ray heldur níunda fyrirlestur vormisseris í fyrirlestraröð RIKK og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, í samstarfi við félags- og mannvísindadeild á félagsvísindasviði Háskóla Íslands, föstudaginn 21. apríl, kl. 12.00-13.00, í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Fyrirlestur hans nefnist: „Uppgangur Black Lives Matter-hreyfingarinnar: Kynþáttur og löggæsla í Bandaríkjunum.“

Dr. Rashawn Ray er dósent í félagsfræði við Maryland-háskóla en var áður Robert Wood Johnson nýdoktor við Kaliforníuháskóla í Berkeley. Rannsóknir hans fást við þau félagslegu ferli sem skapa og viðhalda kynþáttamisrétti og félagslegum ójöfnuði og varpa ljósi á hvernig grasrótarhreyfingar og stefnumótun geta dregið úr slíkri mismunun. Meðfram rannsókna- og fræðistörfum hefur Rashawn tekið mikinn þátt í samfélagsumræðu um kynþáttamisrétti í Bandaríkjunum. Hann hefur meðal annars n fjallað um rannsóknir sínar í fjölmiðlum á borð við New York Times, Huffingston Post, NBC, Fox og NPR. Read more »