Category: Hádegisfyrirlestrar

„Ég vil bara vera virkur þátttakandi í samtalinu“. Eldri konur í sjónvarpsefni samtímans

Eyrún Lóa Eiríksdóttir
Eyrún Lóa Eiríksdóttir

Eyrún Lóa Eiríksdóttir er annar fyrirlesari fyrirlestraraðar RIKK á haustmisseri 2019 og nefnist fyrirlestur hennar „„Ég vil bara vera virkur þátttakandi í samtalinu“. Eldri konur í sjónvarpsefni samtímans“. Fyrirlesturinn er fluttur fimmtudaginn 12. september, kl. 12:00-13:00, í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Doktorsritgerð Eyrúnar Lóu nefnist Hin kvenlæga rödd í sjónvarpsefni samtímans (undir leiðsögn Öldu Bjarkar Valdimarsdóttur, dósents) en þar er staða nútímakonunnar rannsökuð í tengslum við birtingarmyndir hennar á streymisveitunni Netflix. Fjallað er um nýjar áherslur þegar kemur að kvenhlutverkum og hvernig söguþráður virðist hafa tekið breytingum í takt við jafnréttiskröfur. Í erindinu er sjónvarpsþátturinn Grace & Frankie tekinn til skoðunar en þeir fjalla um tilveru(rétt) eldri kvenna og málefni tengd þeim sem hafa ekki endilega átt upp á pallborðið í meginstraumssjónvarpsþáttum, þ.e. atvinnuþátttöku eldri kvenna, vinskap og sambýli á efri árum, kynlíf/hjálpartæki ástarlífsins sem og ákvörðunarrétt yfir eigin líkama, búsetu og mat á eigin færni.

Read more »

Farsæl öldrun, hver er galdurinn?

Ingrid Kuhlman

Ingrid Kuhlman er fyrsti fyrirlesari fyrirlestraraðar RIKK á haustmisseri 2019 og nefnist fyrirlestur hennar „Farsæl öldrun, hver er galdurinn?“ Fyrirlesturinn er fluttur fimmtudaginn 5. september, kl. 12:00-13:00 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Í erindinu byggir Ingrid á lokaverkefni sínu í hagnýtri jákvæðri sálfræði frá Buckinghamshire New University. Verkefnið var eigindleg rannsókn á skynjun og skilningi eldri borgara á vellíðan. Þátttakendur voru sjö konur á aldrinum 70-79 ára. Í rannsókninni komu í ljós sjö þemu sem sýna hvernig þátttakendur hafa skapað sér hamingjuríka tilveru og mun Ingrid fjalla um þessar niðurstöður í erindinu. Þær gefa okkur innsýn í það hvernig eigi að lifa hamingjuríku og ánægjulegu lífi og hvað eldri borgarar gera dags daglega til að auka vellíðan sína.

Read more »

Að erfa minningar: Áföll og æviskrif

Gunnþórunn Guðmundsdóttir, prófessor

Gunnþórunn Guðmundsdóttir, prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands, er áttundi og síðasti fyrirlesari í fyrirlestraröð RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum – og UNU-GEST – Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna – á vormisseri 2019. Fyrirlestur hennar nefnist: „Að erfa minningar: Áföll og æviskrif“ og er fyrirlesturinn fluttur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, fimmtudaginn 2. maí kl. 12:00-13:00.

Í fyrirlestrinum fjallar Gunnþórunn um sjálfsævisögulega texta þar sem höfundarnir reyna að átta sig á hinu liðna, skýra minningar sínar og fjölskylduminnið í ljósi trámatískra atburða úr fortíð. Rætt verður um hugtakið ‚post-memory‘ og hvernig það hefur verið nýtt til að greina ýmiss konar texta um áföll fyrri kynslóða. Vitneskja afkomendanna getur verið mjög takmörkuð og einungis byggð á hálfsögðum sögum og ófullkomnum heimildum. Kannað verður hvernig og hvort mögulegt sé að halda slíkri fortíð til haga og koma henni til skila í frásögn.

Read more »

Áföll, geðheilsa og félagslegt samhengi

Bryndís B. Ásgeirsdóttir, dósent, og Rannveig S. Sigurvinsdóttir, lektor

Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, dósent, og Rannveig Sigurvinsdóttir, lektor, flytja sjöunda fyrirlesturinn í fyrirlestraröð RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum – og UNU-GEST – Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna – á vormisseri 2019. Fyrirlestur þeirra nefnist: „Áföll, geðheilsa og félagslegt samhengi“ og er fyrirlesturinn fluttur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, fimmtudaginn 4. apríl kl. 12:00-13:00.

Í fyrirlestrinum verður fjallað um tengsl áfalla við geðheilsu og líðan, auk kynjamunar í þessu samhengi. Þá verður sérstaklega rætt um áhrif ýmissa þátta í nærumhverfi og samfélaginu á einstaklinginn og hvernig þeir tengjast aukinni hættu á áföllum og tengslum þeirra við geðheilsu. Að lokum verður rannsóknin Geðheilsa karla og kvenna á Íslandi kynnt en hún er stórt rannsóknarverkefni við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík.

Hér má nálgast glærur fyrirlestrarins. 

Read more »

„Það var barn í dalnum …“ Um hrjáð börn og fleira í verkum Steinunnar Sigurðardóttur

Dagný Kristjánsdóttir, prófessor

Dagný Kristjánsdóttir, prófessor í íslenskum nútímabókmenntum, er sjötti fyrirlesari í fyrirlestraröð RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum – og UNU-GEST – Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna – á vormisseri 2019. Fyrirlestur hennar nefnist: „„Það var barn í dalnum …“. Um hrjáð börn og fleira í verkum Steinunnar Sigurðardóttur“ og að venju er fyrirlesturinn fluttur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, fimmtudaginn 21. mars kl. 12:00-13:00.
Mjög margar af bókum Steinunnar Sigurðardóttur fjalla um dramatísk tilfinningasambönd, vináttu, stuðning og samstöðu. Eða þrá einmana fólks eftir slíkum tengslum sem geta ekki orðið. Það reynist einhver „ómögulegleiki“ í stöðunni. Oft eru fortíðardraugar á ferð. Það eru börn á sveimi; draugabörn, villibörn og börn sem hafa verið beitt ofbeldi eða verið vanrækt. Þau hafa iðulega verið svikin af fólki sem áttu að vernda þau. Hvernig er hægt að segja sögurnar af þeim og þarf að gera það?.
Dagný er prófessor í íslenskum samtímabókmenntum í Íslensku og menningardeild. Sérsvið hennar er íslensk bókmenntasaga, kvennabókmenntir, barnabókmenntir, kynjafræði, sálgreining og læknahugvísindi.

Read more »

Hugleiðingar um kyn og umbreytandi velferð í kjölfar átaka: Pólitísk hagfræði kynferðisofbeldis í Bosníu og Hersegóvínu og Líberíu

(English below)

Dr. Marsha Henry

Dr. Marsha Henry, dósent í kynjafræði, er fjórði fyrirlesari í fyrirlestraröð RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum – og UNU-GEST – Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna – á vormisseri 2019. Fyrirlestur hennar nefnist: „Hugleiðingar um kyn og umbreytandi velferð í kjölfar átaka: Pólitísk hagfræði kynferðisofbeldis í Bosníu-Hersegóvínu og Líberíu“ og að venju er fyrirlesturinn fluttur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, fimmtudaginn 21. febrúar kl. 12:00-13:00.

Í fyrirlestrinum fjallar dr. Henry um rannsókn sem hún vann fyrir nokkrum árum á menningar- og félagslegu sambandi heilsufars og félagslegrar velferðar þeirra sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í stríðsátökum (CRGBV) í Bosníu-Hersegóvínu og Líberíu. Rannsóknin miðaði að því að móta kenningu um kynjaviðmið og kerfislægt ójafnrétti til að skýra viðvarandi hindranir gegn því að konur nýti sér þá lögfræðiráðgjöf og samfélagslega stuðning sem frjáls félagasamtök veita konum sem orðið hafa fyrir ofbeldi.

Read more »