Tamara Shefer er fyrsti fyrirlesari hádegisfyrirlestraraðar RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum á vormisseri 2024 en röðin er tileinkuð samtvinnun. Fyrirlesturinn nefnist „Hydrofeminist scholarship in/through/with South African oceans, bodies of water and liminal watery edges“ og verður haldinn kl. 12.00, fimmtudaginn 25. janúar, í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Í fyrirlestrinum verður fjallað um nýlega bók um vatnsfemínisma: Hydrofeminist Thinking With Oceans: Political and Scholarly Possibilities (Routledge, 2023). Hugtakið vatnsfemínismi (e. Hydrofeminism) sem fræðikonan Astrida Neimanis bjó til er í brennipunkti bókarinnar en þar er samtvinnun m.a. beitt til að skoða skörun listar og aktívisma í verkum sem fjalla um eða sækja innblástur til eiginleika vatns eða upplifunar af sjó.

Tamara Shefer er prófessor í kvenna- og kynjafræðum við University of the Western Cape, Cape Town.

Frekari upplýsingar um fyrirlestraröðina má finna á heimasíðu RIKK – rikk.hi.is – og Facebook-síðu stofnunarinnar auk þess sem hægt er að skrá sig á tölvupóstlista RIKK hér. Upptaka af fyrirlestrinum verður gerð aðgengileg á heimasíðu RIKK og Youtube. Fyrirlestraröðin er haldin í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands. 

Ágrip á ensku:

This lecture speaks to a recently published volume entitled Hydrofeminist Thinking With Oceans: Political and Scholarly Possibilities (Routledge, 2023). The book showcases contemporary work of South African-based scholars and activists that are currently thinking with ocean/s and other bodies of water for challenging critical social and environmental injustices. The volume offers rich global Southern contributions and situated narratives to decolonial hydrofeminist thinking. Hydrofeminism, coined by Astrida Neimanis (2012), serves as a primary lens within the book which is characterised by intersectionality, trandisciplinarity and multi-modalitity, particularly foregrounding participatory active engagements and collaborations of art and activism. In the lecture Tamara Shefer shares some of the innovative projects that are in the book and emerging from South African contexts more broadly in thinking with the sea, other bodies of water, marine objects and critters, and liminal spaces of beaches. These include a range of embodied, affective and relational engagements including: walking and swimming methodologies; research-creation; hauntological approaches; artistic practices such as poetry, photo-essays and theatre.