Category: Fréttir

Kynning á Þróunarskýrslu Sameinuðu þjóðanna 2015

humandevDr. Selim Jahan, aðalritstjóri og forstöðumaður skrifstofu Þróunarskýrslu Sameinuðu þjóðanna (HDR UNDP) kynnir árlega skýrslu Sameinuðu þjóðanna 2015 um stöðu þróunar í heiminum. Skýrslan beinir athyglinni að vinnumálum, atvinnuþróun og þátttöku fólks í hnattrænum heimi.

Kynningin fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands fimmtudaginn 18. febrúar frá kl. 15-16.15.

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra heldur opnunarerindi.

Pallborðsumræður í kjölfar erinda þar sem Drífa Snædal frá Starfsgreinasambandinu tekur þátt sem fulltrúi verkalýðshreyfingarinnar ásamt Kolbeini Stefánssyni sérfræðingi á Hagstofu Íslands.

Þröstur Freyr Gylfason, formaður Félags SÞ, er fundarstjóri.

Allir velkomnir, kaffiveitingar í lok fundar.

**** Nánar um skýrsluna **** Read more »

Rannsakandi óskast

HI_logoRIKK – Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands auglýsir eftir rannsakanda á doktors- eða meistarastigi. Rannsakandinn mun verða hluti af þverfaglegu rannsóknarteymi RIKK um heimilisofbeldi á Íslandi og mun starfa að tveimur aðskildum rannsóknarverkefnum. Áætlað er að vinna við verkefnið hefjist í byrjun mars og vari í fjóra mánuði. Hlutastarf kemur til greina en einnig framlenging á starfstíma. Rannsakandanum er ætlað að sinna almennri rannsóknarvinnu sem felur í sér vettvangsvinnu, gagnagreiningar, skýrsluskrif, ritun og kóðun viðtala. Leitað er eftir einstaklingi með reynslu af eigindlegum og blönduðum rannsóknaraðferðum félagsvísinda og góða íslenskukunnáttu. Kostur er ef viðkomandi hefur reynslu af gagnagreiningum í Atlas.ti, en þó er það ekki skilyrði. Umsækjendur skulu hið minnsta vera langt komnir í meistaranámi á sviði tengdu rannsóknarefninu. Starfið hentar umsækjendum af báðum kynjum. Read more »

Myndbandsupptökur frá kosningaréttarráðstefnu

HnappurÍ tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna var efnt til alþjóðlegrar hátíðarráðstefnu í Hörpu dagana 22.-23. október 2015. Fyrri daginn var sjónum beint að baráttunni fyrir almennum kosningarétti og þróun borgaralegra réttinda kvenna á þeim hundrað árum sem liðin eru frá því að konur hlutu kjörgengi og kosningarétt á Norðurlöndum. Síðari daginn var leitast við að svara þeirri spurningu hvaða ógnir steðji að borgaralegum réttindum kvenna í dag. Ráðstefnan var haldin í Hörpu og er bæði almenns og fræðilegs eðlis og fór fram á ensku.

Dagskrá ráðstefnunnar og allar frekari upplýsingar eru aðgengilegar hér: Borgaraleg réttindi kvenna í 100 ár. Alþjóðleg ráðstefna í tilefni af aldarafmæli kosningaréttar kvenna.

Ráðstefnan var tekin upp og nú eru erindi og annað efni aðgengilegt á Youtube-rás Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Read more »

Hvað vill Íslamska ríkið?

Magnús Þorkell Bernharðsson

Magnús Þorkell Bernharðsson

Þriðjudaginn 12. janúar kl. 12-13 í Hátíðasal Háskóla Íslands

Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar, MARK – Miðstöðvar margbreytileika- og kynjarannsókna, RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum og Stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands

Hvað vill Íslamska ríkið?

Magnús Þorkell Bernharðsson fjallar um uppgang og hugmyndafræði Íslamska ríkisins (ISIS) á opnum fyrirlestri í Háskóla Íslands.

Hvernig hafa stríðin í Írak og Sýrlandi mótað starfsemi samtakanna og hvaða tengsl hafa þau við trúarbragðasögu Mið-Austurlanda? Í fyrirlestrinum fjallar Magnús Þorkell um hugmyndir ISIS um stríð, réttlæti, þjóðríkið og stöðu kvenna. Þá beinir hann sjónum að áróðri ISIS á samfélagsmiðlum og því hvernig sú heimsmynd tengist kynþáttafordómum nútímans. Read more »

Umsögn um frumvarp til laga um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni

StadgongumaedrunRIKK hefur skilað inn til nefndasviðs Alþingis umsögn um frumvarp til laga um staðgöngumæðrunar í velgjörðarskyni. Stofnunin leggst eindregið gegn því að frumvarp til laga um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni verði í lög leitt.

Umsögn RIKK en hún fylgir einnig í PDF-skjali:  

Umsögn RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum um frumvarp til laga um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni

(Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi 2015-2016)

RIKK leggst eindregið gegn því að frumvarp til laga um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni verði í lög leitt. Read more »

Konur á ráðherrastóli – Málþing

Úr 19. júní 1980, þá hafði Auður Auðuns ein kvenna setið á ráðherrastóli á Íslandi

Úr 19. júní 1980. Þá hafði Auður Auðuns ein kvenna setið í ráðherrastóli á Íslandi

Föstudaginn 20. nóvember verður efnt til málþings í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands um reynslu íslenskra kvenna sem gegnt hafa embætti ráðherra, í sögulegu og alþjóðlegu samhengi.
Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands (RIKK) skipuleggur málþingið í samstarfi við Jafnréttisstofu og Háskólann á Akureyri. Jóhanna Sigurðardóttir fv. forsætisráðherra opnar það með ávarpi, fyrrum kvenráðherrar fjalla um ráðherratíð sína og fræðimenn nálgast efnið frá kynjapólitískum sjónarhóli. Málþingið hefst klukkan 12.oo og stendur til klukkan 13.45.
Kona varð í fyrsta sinn ráðherra á Íslandi árið 1970 þegar Auður Auðuns tók við embætti dóms- og kirkjumálaráðherra í ríkisstjórn Jóhanns Hafstein. Þrettán árum síðar, 1983, varð Ragnhildur Helgadóttir önnur konan til að gegna ráðherraembætti og árið 1987 er Jóhanna Sigurðardóttir þriðja konan sem brýtur einokun karla á vettvangi framkvæmdavaldsins. Read more »