Category: Ráðstefnur

NORA ráðstefna 2019 – Kallað eftir ágripum

(See English below)

NORA ráðstefna 2019

NORA – Nordic Journal of Feminist and Gender Research

22.–24. maí 2019, Reykjavík, Háskóla Íslands

Kallað eftir ágripum

(Kallið er opið til 30. nóvember 2018)

Fræðimönnum á sviði femínisma og kynjafræði er boðið að taka þátt í annarri ráðstefnu NORA um kynjarannsóknir. Á ráðstefnunni verður sjónum beint að hinni ríku hefð í femínískum rannsóknum á Norðurlöndum; að taka þátt í þverfræðilegu starfi og leggja af mörkum til þekkingarframleiðslu sem miðar að því að blanda sér málefni samtímans. Ráðstefnana er haldin í samstarfi NORA, RIKK –rannsóknarstofnunar í jafnréttisfræðum og EDDU – Rannsóknasetri við Háskóla Íslands.

Ef óskað er frekari upplýsinga vinsamlega hafið samband í netfangið noragender@hi.is. Read more »

Femínísk andspyrna gegn uppgangi þjóðernishyggju og popúlisma

Alþjóðleg ráðstefna, 4.-6. október 2017

Alþjóðaráðstefnan „Femínísk andspyrna gegn uppgangi þjóðernishyggju og popúlísma“ verður haldin í fyrirlestrasal Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns dagana 4.-6. október 2017. Hér um að ræða þriðju þriðju ráðstefnu RINGS (The International Research Association of Institutsions of Advanced Gender Studies) sem er alþjóðlegt samstarfsnet rannsóknastofnanna á sviði kynja- og jafnréttisfræða með þátttakendum frá Afríku, Ástralíu, Karíbahafinu, Evrópu og Norður-Ameríku.  Rannsóknasetrið EDDA, RIKK – rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum og Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna, sem eru stofnaðilar að RINGS, skipuleggja ráðstefnuna. Frá því að samstarfsnetið var stofnað árið 2014 við Örebru-háskóla hafa verið haldnar tvær ráðstefnur á vegum þess: önnur í Prag árið 2015 og hin í Höfðaborg árið 2016. Read more »

Ráðstefna um gerendur – Confronting Gendered Violence

GV_Perpetrators_RIKK_hnappurRIKK er skipuleggjandi norrænnar ráðstefnu um heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum þar sem sjónum verður beint að gerendum á Norðurlöndum og leitað leiða til að brjóta upp vítahringi ofbeldis. Tilgangur ráðstefnunnar er að auka þekkingu í málaflokknum og kanna ólíkar leiðir til að fást við heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum. Á ráðstefnunni verða kynntar nýjar rannsóknaniðurstöður norrænnar skýrslu um leiðir til að koma í veg fyrir heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum og skapaður vettvangur til að deila þekkingu, ræða innleiðingu Istanbúl-sáttmálans. Þá er ætlunin að mynda norrænt net fagfólks sem kemur að málefnum gerenda.

Markhópur ráðstefnunnar eru aðilar sem vinna að málum er varða gerendur í heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum; stefnumótendur og sérfræðingar, sem og frjáls félagasamtök, rannsakendur, stofnanir og stoðkerfi innan Norðurlandanna. Á ráðstefnunni verður boðið upp á málstofur og vinnustofur þar sem kynnt verður meðferð fyrir gerendur, rannsóknir tengdar gerendum og  stofnanir og félagsleg umgjörð. Read more »

Dagskrá RIKK á haustmisseri 2016

rikk-hnappar_haust_2016_net_217x217-pixHaustdagskrá RIKK hefst fimmtudag 8. september með fyrirlestri Sigrúnar Sigurðardóttur um áhrif ofbeldis á heilsufar. Eins og fyrr er fyrirlestraröðin hýst í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins, kl.12-13 á fimmtudögum.

Aðrir viðburðir á haustmisseri eru málþing um intersex fólk, sem haldið er í samstarfi við þverfræðilegt nám í kynfræði við Háskóla Íslands og félagið Intersex Ísland, og ráðstefnan Confronting gendered violence: Focus on perpetrators. Norræn ráðstefna sem haldin er í samstarfi við NIKK – norrænu upplýsingamiðstöðina um kynjajafnrétti – og velferðarráðuneyti Finnlands. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á vefnum: http://cgv.hi.is/. Read more »

Myndbandsupptökur frá kosningaréttarráðstefnu

HnappurÍ tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna var efnt til alþjóðlegrar hátíðarráðstefnu í Hörpu dagana 22.-23. október 2015. Fyrri daginn var sjónum beint að baráttunni fyrir almennum kosningarétti og þróun borgaralegra réttinda kvenna á þeim hundrað árum sem liðin eru frá því að konur hlutu kjörgengi og kosningarétt á Norðurlöndum. Síðari daginn var leitast við að svara þeirri spurningu hvaða ógnir steðji að borgaralegum réttindum kvenna í dag. Ráðstefnan var haldin í Hörpu og er bæði almenns og fræðilegs eðlis og fór fram á ensku.

Dagskrá ráðstefnunnar og allar frekari upplýsingar eru aðgengilegar hér: Borgaraleg réttindi kvenna í 100 ár. Alþjóðleg ráðstefna í tilefni af aldarafmæli kosningaréttar kvenna.

Ráðstefnan var tekin upp og nú eru erindi og annað efni aðgengilegt á Youtube-rás Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Read more »

Ráðstefna um konur, fíkn, áföll og meðferð

Konur, fíkn, áföll og meðferðRIKK, Rótin – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda – og fleiri aðilar standa að ráðstefnu um konur, fíkn, áföll og meðferð,  hinn 1. og 2. september 2015, á Grand hóteli í Reykjavík. Á ráðstefnunni verða fyrirlesarar frá Bandaríkjunum, Svíþjóð, Grænlandi og Íslandi.

Tilgangur ráðstefnunnar er að auka skilning og þekkingu á kynjafræðilegu sjónarhorni á fíkn, áföll og meðferð og á nauðsyn kynjamiðaðrar meðferðar. Ráðstefnan mun einnig koma á samvinnu norrænna fræðimanna og fagfólks sem beinir sjónum að sálfélagslegum raunveruleika kvenna og áfallareynslu þeirra í tengslum við fíkn og meðferð. Read more »