Category: Ráðstefnur

#MeToo: moving forward

Í september verður haldin alþjóðleg ráðstefna í tilefni þess að tvö ár eru liðin frá því að #MeToo-bylgjan hófst. Ráðstefnan er liður í formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni og er skipulögð í samstarfi við RIKK.

Frá því að #MeToo-bylgjan hófst haustið 2017 hafa tugir milljónir kvenna notað myllumerkið #MeToo á samfélagsmiðlum um allan heim. Ýmist undir nafni eða nafnleynd, hafa konur víðsvegar um heim afhjúpað umfangsmikið kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni. Konur hafa krafist aðgerða til að bregðast við og binda endi á kynbundið ofbeldi og mismunun gagnvart konum. Bylgjan hefur haft mismunandi áhrif í ólíkum löndum; sum virðast ósnert á meðan frásagnir kvenna hafa leitt til róttækrar endurskoðunar í öðrum löndum. Á Norðurlöndunum, sem almennt eru talin standa hvað best af vígi í jafnréttismálum, hefur umfang og áhrif #MeToo verið mismunandi.

Read more »

Drögum kynjatjöldin frá: Til móts við kynjaða heildarsýn á áföll og fíkn

Drögum kynjatjöldin frá: Til móts við kynjaða heildarsýn á áföll og fíkn er yfirskrift ráðstefnu sem haldin er á Hótel Natura, hinn 28. febrúar og 1. mars næstkomandi, í samvinnu Rannsóknastofu í jafnréttisfræðum (RIKK),
Rótarinnar – félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, Alþjóðajafnréttisskólans og Jafnréttisstofu. Sjá nánar á sérvef ráðstefnunnar: https://conference.hi.is/genderandaddiction/ og á Facebook.

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, opnar ráðstefnuna með ávarpi en fjöldi erlendra sérfræðinga tekur þátt í henni. Þar er fyrsta að telja Dr. Elizabeth Ettorre, prófessor emerítus í félagsfræði og félagsmálastefnu við Háskólann í Liverpool og Leverhulme Emeritus styrkþega, heiðursprófessor við Árósaháskóla og Háskólann í Plymouth á Bretlandi. Hún fjallar um konur, vímuefnaneyslu og samþættingu. Elizabeth hefur starfað við rannsóknir á vímuefnaneyslu síðan á áttunda áratug síðustu aldar og er einn virtasti fræðimaður Evrópu á sínu sviði.

Read more »

NORA ráðstefna 2019 – Kallað eftir ágripum

(See English below)

NORA ráðstefna 2019

Border Regimes, Territorial Discourses & Feminist Politics

22.–24. maí 2019, Reykjavík, Háskóla Íslands

Kallað eftir ágripum

(Kallið er opið til 30. nóvember 2018)

Fræðimönnum á sviði femínisma og kynjafræði er boðið að taka þátt í annarri ráðstefnu NORA um kynjarannsóknir. Á ráðstefnunni verður sjónum beint að hinni ríku hefð í femínískum rannsóknum á Norðurlöndum; að taka þátt í þverfræðilegu starfi og leggja af mörkum til þekkingarframleiðslu sem miðar að því að blanda sér málefni samtímans. Skipuleggjendur ráðstefnunnar eru  RIKK –rannsóknarstofnu í jafnréttisfræðum, Jafnrétttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna og EDDU – Rannsóknasetur við Háskóla Íslands.

Ef óskað er frekari upplýsinga vinsamlega hafið samband í netfangið noragender@hi.is. Read more »

Femínísk andspyrna gegn uppgangi þjóðernishyggju og popúlisma

Alþjóðleg ráðstefna, 4.-6. október 2017

Alþjóðaráðstefnan „Femínísk andspyrna gegn uppgangi þjóðernishyggju og popúlísma“ verður haldin í fyrirlestrasal Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns dagana 4.-6. október 2017. Hér um að ræða þriðju þriðju ráðstefnu RINGS (The International Research Association of Institutsions of Advanced Gender Studies) sem er alþjóðlegt samstarfsnet rannsóknastofnanna á sviði kynja- og jafnréttisfræða með þátttakendum frá Afríku, Ástralíu, Karíbahafinu, Evrópu og Norður-Ameríku.  Rannsóknasetrið EDDA, RIKK – rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum og Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna, sem eru stofnaðilar að RINGS, skipuleggja ráðstefnuna. Frá því að samstarfsnetið var stofnað árið 2014 við Örebru-háskóla hafa verið haldnar tvær ráðstefnur á vegum þess: önnur í Prag árið 2015 og hin í Höfðaborg árið 2016. Read more »

Ráðstefna um gerendur – Confronting Gendered Violence

GV_Perpetrators_RIKK_hnappurRIKK er skipuleggjandi norrænnar ráðstefnu um heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum þar sem sjónum verður beint að gerendum á Norðurlöndum og leitað leiða til að brjóta upp vítahringi ofbeldis. Tilgangur ráðstefnunnar er að auka þekkingu í málaflokknum og kanna ólíkar leiðir til að fást við heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum. Á ráðstefnunni verða kynntar nýjar rannsóknaniðurstöður norrænnar skýrslu um leiðir til að koma í veg fyrir heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum og skapaður vettvangur til að deila þekkingu, ræða innleiðingu Istanbúl-sáttmálans. Þá er ætlunin að mynda norrænt net fagfólks sem kemur að málefnum gerenda.

Markhópur ráðstefnunnar eru aðilar sem vinna að málum er varða gerendur í heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum; stefnumótendur og sérfræðingar, sem og frjáls félagasamtök, rannsakendur, stofnanir og stoðkerfi innan Norðurlandanna. Á ráðstefnunni verður boðið upp á málstofur og vinnustofur þar sem kynnt verður meðferð fyrir gerendur, rannsóknir tengdar gerendum og  stofnanir og félagsleg umgjörð. Read more »

Dagskrá RIKK á haustmisseri 2016

rikk-hnappar_haust_2016_net_217x217-pixHaustdagskrá RIKK hefst fimmtudag 8. september með fyrirlestri Sigrúnar Sigurðardóttur um áhrif ofbeldis á heilsufar. Eins og fyrr er fyrirlestraröðin hýst í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins, kl.12-13 á fimmtudögum.

Aðrir viðburðir á haustmisseri eru málþing um intersex fólk, sem haldið er í samstarfi við þverfræðilegt nám í kynfræði við Háskóla Íslands og félagið Intersex Ísland, og ráðstefnan Confronting gendered violence: Focus on perpetrators. Norræn ráðstefna sem haldin er í samstarfi við NIKK – norrænu upplýsingamiðstöðina um kynjajafnrétti – og velferðarráðuneyti Finnlands. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á vefnum: http://cgv.hi.is/. Read more »