FASA-ráðstefnan um þolendur ofbeldis í nánum samböndum og áfengis- og vímuefnavanda verður haldin 30. mars 2022, í sal Þjóðarbókhlöðunnar.

Ráðstefnan er lokaviðburður FASA-verkefnisins sem beinir sjónum sínum að samþættum vanda kvenna sem verða fyrir ofbeldi í nánu sambandi og glíma við áfengis- og vímuefnavanda. Áhersla verkefnisins er á þjónustuaðila kvenna sem verða fyrir ofbeldi í nánum samböndum, að efla færni og þekkingu þeirra og gera þá þannig betur í stakk búna til að takast á við þennan tvíþætta vanda. Fulltrúar frá samstarfsaðilum verkefnisins sem koma frá Grikklandi, Eistlandi, Norður-Írlandi, Spáni og Íslandi munu kynna niðurstöður verkefnisins og að auki munu íslenskir sérfræðingar taka þátt í pallborðumræðum um málefnið.

Ráðstefnan er öllum opin og fer fram á ensku.

Takið daginn frá!