Upptökur fyrirlestra um ömmur

Þrír af fyrirlestrunum í röðinni „Margar myndir ömmu“ eru nú aðgengilegar á vefnum. Annars vegar voru fyrirlestrar Sigrúnar Ölbu Sigurðardóttur, lektors  í menningarfræði við LHÍ og doktorsnema við HÍ og Guðmundar Hálfdanarsonar  prófessors í sagnfræði við HÍ teknir upp með mynd og hljóði en fyrirlestur Silju Báru Ómarsdóttur er einnig aðgengilegur með glærum

Fyrirlestur Sigrúnar má nálgast hér „Tilkall til fortíðar – Saga fyrir konu sem ekki átti sögu“:

Fyrirlestur Guðmundar Hálfdanarsonar  nefnist: „„… í senn stórbrotin kona í gömlum stíl og ein af brautryðjendum hinna nýju kvenrjettinda.“ Guðrún Björnsdóttir mjólkursölukona.“:

RIKK þakkar Ármanni Gunnarssyni og nemendum hans í menningarmiðlun fyrir að taka fyrirlestrana upp og gera þá aðgengilega á vefnum.

Fyrirlestur Silju Báru Ómarsdóttur, „Amma gat allt nema gengið niður stiga“, var tekinn upp með eMission forritinu sem gerir glærur og flutning Silju Báru aðgengilegan: