Sigrún Alba Sigurðardóttir

Sigrún Alba Sigurðardóttir

Föstudaginn 27. mars flytur Sigrún Alba Sigurðardóttir, lektor  í menningarfræði við LHÍ og doktorsnemi við HÍ, fyrirlesturinn „Tilkall til fortíðar – Saga fyrir konu sem ekki átti sögu“ í stofu 102 á Háskólatorgi kl. 12-13. 

Athugið að gengið er inn um aðaldyr Háskólatorgs og svo niður hringstiga vinstra megin.

Í fyrirlestri sínum fjallar Sigrún Alba um föðurömmu sína Sigfríði Tómasdóttur, flóknar fjölskyldugerðir, vináttu og valdahlutföll á tuttugustu öld. Sigfríð fæddist á Seyðisfirði 31. maí 1907. Hún var ómagi, matráðskona og einstæð móðir. Hún var ómenntuð en hugmyndarík og hjartahlý og hafði einstakt lag á að takast á við erfiðleika með húmorinn að vopni. Í fyrirlestrinum veltir Sigrún Alba því fyrir sér hvaða tilkall hún hafi til sögu ömmu sinnar – og hvernig eigi að segja sögu konu sem skildi eftir sig örfáar heimildir en fjöldann allan af minningum, eins og raunin er með margt alþýðufólk.

Sigfríð Tómasdóttir

Sigfríð Tómasdóttir

Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröðinni „Margar myndir ömmu“ sem RIKK heldur í samstarfi við Þjóðminjasafnið og styrkt er af framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.

Viðburðurinn er öllum opinn og er á Facebook.

Fyrirlesturinn var tekinn upp og er aðgengilegur hér.