Guðmundur Hálfdanarson

Guðmundur Hálfdanarson

Föstudaginn 10. apríl flytur Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við HÍ, fyrirlesturinn „„… í senn stórbrotin kona í gömlum stíl og ein af brautryðjendum hinna nýju kvenrjettinda.“ Guðrún Björnsdóttir mjólkursölukona.“ í stofu 132 í Öskju kl. 12-13. 

„Með frú Guðrúnu er fallin í valinn kona, sem var í senn stórbrotin kona í gömlum stíl og ein af brautryðjendum hinna nýju kvenréttinda í landinu“ segir í minningargrein í Morgunblaðinu um Guðrúnu Björnsdóttur, fyrrverandi mjólkursölukonu og bæjarfulltrúa í Reykjavík, árið 1936. Í fyrirlestrinum gerir Guðmundur tilraun til að draga upp mynd af langalangömmu sinni sem samkvæmt umsögn höfundar minningargreinarinnar stóð á mótum tveggja tíma. Hvað fékk prestsekkju norðan af Langanesi til að flytjast búferlum til Reykjavíkur með þrjár dætur sínar, hefja þar mjólkursölu og bjóða sig fram til bæjarstjórnar? Hver voru baráttumál og áhrif kvenna í stjórnmálum á þessum tímamótum? Hvers vegna varð þátttaka hennar í stjórnmálum bæjarins jafn skammvinn og raun ber vitni? Og hvers vegna eru heimildir jafn fátæklegar og raun ber vitni um konu eins og Guðrúnu Björnsdóttur?

Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröðinni „Margar myndir ömmu“ sem RIKK heldur í samstarfi við Þjóðminjasafnið og styrkt er af framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.

Viðburðurinn er öllum opinn og er á Facebook.

Fyrirlesturinn var tekinn upp og er aðgengilegur hér.