RIKK stendur fyrir ráðstefnunni Krossgötur kynjarannsókna 9. og 10. nóvember í Aðalbyggingu Háskóla Íslands.  Þetta er fjórða kynjafræðiráðstefna stofunnar og sérstakir gestir að þessu sinni eru Drude Dahlerup, prófessor við Háskólann í Stockholm og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra.

Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis.

Dagskráin er sem hér segir:

Föstudagurinn 9. nóvember – Málstofur I-VIII

Málstofa I – Ísland og alþjóðasamfélagið. Kl. 15:10-17:10 í stofu 220, Aðalbyggingu.
• Guðbjörg Lilja Hjartardóttir doktorsnemi í kynjafræði og stundakennari – Skiptir kyn máli í samskiptum ríkja
• Kristín Loftsdóttir og Helga Björnsdóttir – Hetjur út í heim: Karlmennska og íslensk þróunaraðstoð
• Tanja Tzoneva og Rannveig Traustadóttir – Samskipti kvenna af erlendum uppruna á fjölmenningarlegum vinnustað
• Unnur Dís Skaptadóttir og Anna Wojtynska – Fólksflutningar og kynjamunur

Málstofa II – Ofbeldi og þjáning. Kl. 15:10-17:10 í stofu 111, Aðalbyggingu.
• Sólveig Anna Bóasdóttir – „Frá vanlíðan til heilbrigðis. Framlag kristinnar femínískrar siðfræði til forvarna á sviði kynbundins ofbeldis.“
• Arnfríður Guðmundsdóttir – Og Guð sagði við konuna: „…Með þraut skalt þú börn fæða ….“ (1M 3.16) Hin kynbundna vídd þjáningarinnar í gyðing-kristinni trúarhefð.
• Annette Lassen – Kynlífspíslir Bess í Breaking the Waves: Ævintýri á hvíta tjaldinu í anda H.C. Andersen
• Sigrún Sigurðardóttir – Kynferðisleg misnotkun og önnur sálræn áföll í æsku og áhrif þeirra á heilsufar og líðan kvenna.

Málstofa III – Fjölskyldan og verkaskipting. Kl. 15:10-17:10 í stofu 229, Aðalbyggingu.
• Ingólfur V. Gíslason, félagsfræðingur – Feðurnir og nútímavæðingin
• Þóra Kristín Þórsdóttir aðferðafræðingur – Seinni vaktin: Heimilisstörf og kyn á Íslandi.
• Þóroddur Bjarnason og Andrea Hjálmsdóttir – Íhaldssöm viðhorf unglinga til verkaskiptingar á heimilum.
• Helga Gottfreðsdóttir, Jane Sandall og Kristín Björnsdóttir – Er kynbundinn munur á afstöðu verðandi foreldra til skimunar fyrir fósturgöllum?

Málstofa IV – Miðaldir. Kl. 15:10-17:10 í stofu 231, Aðalbyggingu.
• Steinunn Kristjánsdóttir – Kyn og kyngervi í kirkjugarði miðaldaklaustursins að Skriðu í Fljótsdal.
• Auður Ingvarsdóttir – Margkunnugar konur og óborin börn. Úr kvenlegum reynsluheimi á miðöldum.
• Helgi Skúli Kjartansson – Einlífi í alvöru? Fjölskylduhagir íslensku prestastéttarinnar á miðöldum.

Málstofa V – Bókmenntir og ímyndir. Kl. 17:30-19:00 í stofu 207, Aðalbyggingu.
• Dagný Kristjánsdóttir – Fyrr var oft í koti krútt
• Brynhildur Þórarinsdóttir – Sextán ára mamma eða flatbrjósta nunna? Kynjamyndir í íslenskum unglingabókum
• Eiríksína Kr. Ásgrímsdóttir, bókmenntafræðingur – Hann hafði ekki af mér augun: Kennaramyndir í bókmenntum.

Málstofa VI – Gyðjur og dýrlingar. Kl. 17:30-19:00 í stofu 229, Aðalbyggingu.
• Ingunn Ásdísardóttir – „freyjur og maríur“; um ímynd og þróun gyðja í Evrópu í gegnum aldirnar.
• Kristín Guðrún Jónsdóttir, aðjunkt spænskudeild Háskóla Íslands – Alþýðudýrlingarnir Teresa Urrea og Sarita Colonia í bókmenntum rómönsku Ameríku

Málstofa VII – Kynjamótun unga fólksins. Kl. 17:30-19:00 í stofu 220, Aðalbyggingu.
• Andrea Ólafsdóttir og Hjálmar G. Sigmarsson – Klámkynslóðin? Upplifun og viðhorf unglinga til kláms
• Dr. Guðbjörg Hildur Kolbeins – Hvað getur You tube-kynslóðin lært af Beyoncé og Britney?
• Salvör Gissurardóttir – Myspace sjónarhornið – Ímyndarsköpun í netsamfélögum eins og Myspace og Facebook

Málstofa VIII – Hann / Hún? Kl. 17:30-19:00 í stofu 225, Aðalbyggingu.
• Viðar Hreinsson – Arfur ofbeldis?
• Sigríður Þorgeirsdóttir – Er guð sem karl eða kona dauð(ur)? Um trúarheimspeki Luce Irigaray
• Hlynur Helgason – Hún sjálf

Laugardagurinn 10. nóvember – Málstofur IX-XVI

Málstofa IX – Byggðaþróun. Kl. 09:00-12:15 í stofu 229, Aðalbyggingu.
• Vífill Karlsson – Staðbundið samfélagslegt mikilvægi jafnrar kynjaskiptingar: Staðan á Íslandi; stórt en strjálbýlt evrópskt land.
• Magnfríður Júlíusdóttir – Konur á jaðri byggðastefnu. Rými og vald á ‘athafnatímum’ á Austurlandi
• Anna Karlsdóttir – konur og auðlindanýting
• Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur – Fjallagrös eða stóriðja – Ólík viðhorf karla og kvenna til umhverfismála.

Málstofa X – Femínismi og jafnréttisbarátta. Kl. 09:00-12:15 í stofu 220, Aðalbyggingu.
• Þorgerður Einarsdóttir – Íhlutun og annarleiki: Femínistamafían og ógn kynjafræðinnar
• Gyða Margrét Pétursdóttir – List og húmor sem vopn í femínískri baráttu
• Hugrún R. Hjaltadóttir – ,,Áhrifamikill útúrsnúningur, kaldhæðni sem leið til hugarfarsbreytingar“.
• Dr. Annadís Greta Rúdólfsdóttir – Sjaldan á dagskrá: Ungar breskar konur tala um femínisma.
• Hjálmar G. Sigmarsson – Af hverju eru þið að þessu? Karlmenn og jafnréttisbarátta.
• Soffía Auður Birgisdóttir, bókmenntafræðingur – Valerie og Sara: Vægðarlaus tilraun til skilnings og samúðar: Um verðlaunaskáldsögu Söru Stridsberg, Draumadeildina (2006).

Málstofa XI – Starfsval karla og kvenna. Kl. 09:00-12:15 í stofu 207, Aðalbyggingu.
• Guðbjörg Vilhjálmsdóttir – Virði kvennastarfa
• Herdís Sveinsdóttir og Katrín Klara Þorleifsdóttir – Afl ímyndarinnar: Um fjölþætta ímynd hjúkrunarfræði og áhrif á nýliðun í hjúkrunarstétt.
• Steinunn Helga Lárusdóttir – Leiðtogar og lífsgildi – Rannsókn meðal íslenskra skólastjóra
• Guðbjörg Linda Rafnsdóttir og Katrín Tinna Gauksdóttir – „Það er bara munur á hrút og gimbur!“

Málstofa XII – Jafnrétti margbreytileikans. Kl. 09:00-12:15 í stofu 225, Aðalbyggingu.
• Þorgerður Þorvaldsdóttir – Íslenskar kvennahreyfingar og margbreytileiki
• Björg Hjartardóttir – ‘Hugsanlegur þjófur í rými karlmanna’: hugleiðing um birtingarmyndir blæju múslimskra kvenna-
• Kristín Björnsdóttir og Rannveig Traustadóttir – Kyn, fötlun og trúarþátttaka
• Paola Cardenas – Erlendar konur á Íslandi. Reynsla þeirra af skilnaði eða sambúðarslitum frá sálfræðilegu sjónarhorni
• Rannveig Traustadóttir og Sigríður Einarsdóttir – Fjölmenningarlegar fjölskyldur: Hvernig semja íslenskir karlar og erlendar konur um kynferði og jafnrétti?
• Kristín Loftsdóttir – Hjörtun tvö: Nýlendudraumar, kynþáttahyggja og íslenskt þjóðerni

Málstofa XIII – Jafnrétti, andóf og lýðræði. Kl. 13:00-15:30 í stofu 229, Aðalbyggingu.
• Svanur Kristjánsson – Leið Íslands til lýðræðis: Frá kvenfrelsi og frjálslyndi til feðraveldis
• Erla Hulda Halldórsdóttir – Kvennaskólar 19. aldar: Rými andófs og samsemdar.
• Kristín Ástgeirsdóttir – „Þrjár konur á þingi. Velkomnar eða óvelkomnar?“
• Salvör Nordal – Einkalífið opinberað
• Marion Lerner – Pétur frændi og systur hans. Íslensk ferðafélög á fyrra hluta 20. aldar og þátttaka kvenna í þeim.

Málstofa XIV – Menntun og jafnrétti. Kl. 13:00-15:30 í stofu 220, Aðalbyggingu.
• Guðný Guðbjörnsdóttir – Staða kynjafræða: Rannsóknir á menntun og kynferði í 15 ár. Hvert stefnir?
• Arna H. Jónsdóttir – Samspil framhaldsnáms og starfsframa kvenna og karla í háskóla: Væntingar og veruleiki
• Gyða Margrét Pétursdóttir – kyngervi innan hugbúnaðarfyrirtækja
• Þórdís Þórðardóttir – Hvernig á að kenna kennaranemum kynjafræði?
• Ingólfur Á. Jóhannesson – Drengjaorðræðan og bakslagið í jafnréttisbaráttunni: Ísland og Ástralía

Málstofa XV – Af lifandi, dauðum og hálfdauðum konum. Kl. 13:00-15:30 í stofu 207, Aðalbyggingu.
• Ásdís R. Magnúsdóttir, dósent í frönsku – Fæðingarsaga frá 16. öld.
• Gunnþórunn Guðmundsdóttir – Minningar dauðans: Um verk Evu Hoffman og Lisu Appignanesi
• Guðni Elísson – Orfeifur og Evridís í ljóðum bandarískra skáldkvenna á 20. öld
• Alda Valdimarsdóttir – Austen og leyndardómar greinanna: Glæpasögur Stephanie Barron
• Úlfhildur Dagsdóttir – Af konu ertu komin…: skapnaðir og óskapnaðir

Málstofa XVI – Líkami og líðan kvenna. Kl. 13:00-15:30 í stofu 225, Aðalbyggingu.
• Anna Sigríður Ólafsdóttir – Næring og lífshættir kvenna – áhrif á heilbrigði komandi kynslóða.
• Erla Dóris Halldórsdóttir – Orðræða um mjaðmagrind kvenna.
• Jóna Ingibjörg Jónsdóttir – Kynverund kvenna; þeirra eigin raddir og sjónarmið. Nokkrar rannsóknarniðurstöður.
• Erlingur Brynjólfsson – Um kvenfólk og brennivín.
• Hannes Hólmsteinn Gissurarson – Hallar á konur?

Hér má finna upplýsingar um alla þátttakendur á ráðstefnunni.

Hér má finna pdf af bæklingi ráðstefnunnar með dagskrá.