Málstofa IX – Byggðaþróun

Vífill Karlsson: Staðbundið samfélagslegt mikilvægi jafnrar kynjaskiptingar: Staðan á Íslandi; stórt en strjálbýlt evrópskt land

Samband kynjahlutfalls (fjöldi kvenna með tilliti til fjölda karla) og húsnæðisverðs er skoðað í þessari rannsókn. Færð eru rök fyrir því að þetta samband endurspegli félagslegt mikilvægi kvenna. Samkvæmt kenningum um “bid-rent” kúrfuna endurspeglar landfræðilegur breytileiki fasteignaverðs virði staðsetningar til búsetu. Stuðst er við þessar kenningar og aðferðir í þessari rannsókn. Lýðfræðilegir þættir hafa verið greindir með þessum hætti áður (Kiel & Zabel, 1996; Case & Mayer, 1996). Áhrif kynjahlutfalls á virði staðsetningar hefur hinsvegar aldrei verið metið með þessum hætti fyrr.

Í þessari rannsókn verður gerð tilraun til þess að meta hvort þessi áhrif eru til staðar á Íslandi. Greiningin skiptist í tvo hluta: Fyrri hlutinn einskorðast við dreifbýli á Íslandi, en þar hefur konum fækkað meira en körlum. Í þessum hluta verður einnig gerð tilraun til að varpa ljósi á þróun áhrifanna. Í seinni hlutanum verður tilraunin endurtekin fyrir landið allt. Stuðst verður við “macro” panel gögn og aðferð samfelldra fervika. Gögnin ná yfir ýmsa lykiláhrifaþætti fasteignaverðs ásamt kynjahlutfalli 19 landsvæða á tímabilinu 1981-2004.

Magnfríður Júlíusdóttir: Konur á jaðri byggðastefnu. Rými og vald á ‘athafnatímum’ á Austurlandi

Áhrifa stórsögu samtímans um hnattvæðingu efnahagslífsins og samkeppni svæða á heimsmarkaði gætir í auknu mæli í stefnumótun í byggðamálum á Íslandi. Vaxtarsamningar landshluta eru nýleg birtingarmynd þessarar þróunar. Nátengd markaðsvæðingaráherslunum er ráðandi orðræða um stuðning við atvinnurekstur kvenna í opinberri stefnumótun.
Erindið byggist á samþættingu greiningar á orðræðu um kyn í stefnumótun í byggðamálum, með áherslu á vaxtarsamninga landshluta, og kynjuðum áhrifum framkvæmda í byggðamálum. Byggt er á rannsókn á þróun atvinnureksturs kvenna á sviði lista og handverks á Fljótsdalshéraði á framkvæmdatíma byggingar virkjunar og álvers í nafni byggðaþróunar.

Í greiningu á viðtölum við konur í atvinnurekstri og opinbera starfsmenn á sviði sveitarstjórna og byggðamála, er áherslan á kynjað rými, athafnir og vald. Eins og titill erindisins ber með sér er meginniðurstaðan að konur séu í jaðarstöðu bæði í stefnumótun og framkvæmd í byggðamálum á Íslandi.

Anna Karlsdóttir: Konur og auðlindanýting

Triggered by the implementation of the ITQ system and market derived impacts of globalisation, restructuring in Icelandic fisheries began in the 1990s. The consequence of privatization of the fishery resources has permeated through and changed beliefs about the sector’s management, both concerning access to the resource, in processing, corporate ideology and reproduction of the labour. Economic rationality, marketization, effectiveness and managerial innovations with concentration and consolidation in effect are both the mantra and imperative. The social and environmental costs for communities are widely observable in many of the coastal communities that earlier were the lifenerve of the Icelandic economy. This presentation will focus on the response of fishery companies to a changed structural environment within the industry with special emphasis on the economic logic of the leading seafood companies. Women have traditionally been the backbone in the processing sector despite the fact their role therein has not been widely acknowledged. Consideration will be devoted to the impact of the transformation in the fisheries sector on the situation of women labor in rural/coastal Iceland and their livelihood. The paper will address data analysis from studies conducted on women’s participation in decision making in the Icelandic fishery resource managemem and qualitative studies on women’s situation in the East fjords of Iceland, demonstrating how communities there, are changing rapidly due to large-scale changes within the fisheries and other forms of industrial development.

Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur: Fjallagrös eða stóriðja – Ólík viðhorf karla og kvenna til umhverfismála

Innlendar og erlenda rannsóknir hafa sýnt að áherslur og viðhorf karla og kvenna til umhverfismála eru ólík. Þessar rannsóknir gefa vísbendingar um að umhverfisvitund, þ.e. áhyggjur og áhugi á umhverfismálum, er meiri meðal kvenna en karla. Í erindinu er ætlunin að fjalla um ólík viðhorf kynjanna til þessa málaflokks og skoða í hvaða mæli þessi viðhorf hafa áhrif á kosningahegðun. Samkvæmt Íslensku kosningarannsóknunum er talsverður munur á kosningahegðun kynjanna og hefur hann jafnvel verið að aukast undafarin ár. Konur eru líklegri en karlar til að kjósa vinstri flokka og aukið fylgi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í kosningunum í vor virðist til komið vegna aukins stuðnings kvenna við flokkinn. Í erindinu verða kynntar niðurstöðu úr Íslensku kosningarannsókninni 2007 en í henni var lögð sérstök áhersla að spyrja um viðhorf til umhverfismála.