Survivor Voices and Stories

Í fimmta viðburði dagskrár RIKK og GEST á vormisseri flytja Rochelle McFee og Pamela Runestad ör-erindi áður en þær ræða saman um frásagnir og raddir þolenda kynferðisofbeldis og kynferðislegrar áreitni. Rochelle mun ræða um stöðu þolenda sem berjast gegn kynferðisofbeldi og einnig um hvernig skaði er oft endurframleiddur í femínískum hreyfingum og öðrum rýmum sem þolendur tilheyra. Pamela fjallar um ferlið sem þolendur fara í frásögnum af kynferðisofbeldi. Í skrifum sínum hefur hún tekið lesendur í ferðalag þar sem áhersla er á samlíðan og hún mun fjalla um ástæðurnar fyrir þeirri nálgun og áskoranirnar við hana. Rochelle McFee er doktorsnemi í Kaliforníuháskóla í San Diego og rannsakar meðal annars kynferðisofbeldi gagnvart hinsegin konum í Jamaica. Pamela Runestad sérhæfir sig í læknisfræðilegri mannfræði og er lektor við Allegheny-háskóla í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum.

„Í kjölfar #MeToo“ er yfirskrift viðburðaraðar RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum og Jafnréttisskólans (GEST) vorið 2021 þar sem tveir sérfræðingar ræða saman um viðfangsefnið í hverjum viðburði. #MeToo og sá árangur sem hreyfingin hefur náð er til umfjöllunar og sjónum er einnig beint að því sem er óunnið í baráttunni gegn kynbundinni og kynferðislegri áreitni, ofbeldi og einelti. Viðburðaröðin byggir á tveimur bókum sem RIKK hefur nýlega staðið að útgáfu á, annars vegar fimmta heftið í ritröð RIKK, Fléttur V. #MeToo, og hins vegar handbók um hreyfinguna, The Routledge Handbook of the Politics of the #MeToo Movement, sem er gefin út af Routlegde-útgáfunni í Bretlandi.

Viðburðurinn fer fram fimmtudaginn 29. apríl kl. 16.00-17.00. Viðburðirnir eru rafrænir og fara fram á netfundarforritinu Zoom (https://eu01web.zoom.us/j/64654186951) auk þess sem þeim er streymt beint á Facebook. Upptökur eru gerðar aðgengilegar á heimasíðu RIKK og Youtube-rás Hugvísindasviðs að viðburðum loknum.

Ágrip viðburðar:

The #MeToo movement rode in on the backs of many already existing movements against sexual harassment and violence, adding energy to some and lingering on the margins of others; but it gave renewed visibility to the importance of survivor narratives, placing them at the centre of not just the fight for justice, but also of a larger, feminist, understanding of the positions of survivors themselves. A survivor herself, Rochelle McFee will focus on some of the tensions in the work of survivor-activists that are made visible through their positions. Acknowledging the (im)possibility of accessing justice/healing through state mechanisms, she will focus, rather, on thinking through how harm is reproduced in the context of feminist movements/organizations that survivor-activists are part of. Coming from a medical anthropology perspective, Pamela Runestad has written about the process undergone by survivors of articulating and voicing narratives of sexual violence. In these publications, she takes the reader through a deeply empathetic journey in an effort to comprehend the many forces at work behind a survivor narrative. In this session, Runestad will discuss the rationale and challenges behind writing in this mode.