Ofbeldi, áhrif á heilsufar og líðan

Dr. Sigún Sigurðardóttir

Sigún Sigurðardóttir

Sigrún Sigurðardóttir, lektor við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri, heldur fyrsta fyrirlestur haustmisseris í fyrirlestraröð RIKK fimmtudaginn 8. september, í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, kl. 12-13. Fyrirlestur Sigrúnar nefnist „Ofbeldi, áhrif á heilsufar og líðan“.

Fyrirlestraröðin fæst að þessu sinni við kynbundið ofbeldi og áhrif kynjakerfisins á heilsufar.

Sigrún er sérfræðingur í erfiðum upplifunum í æsku og áhrifum þeirra á heilsufar og líðan síðar á ævinni og hefur hún unnið að þróun þverfaglegs meðferðarúrræðis sem nefnist Gæfusporin.

Ofbeldi getur haft alvarlegar og víðtækar afleiðingar fyrir heilsufar og líðan kvenna. Afleiðingar ofbeldis geta verið brotin sjálfsmynd, námsörðugleikar, einelti, ofvirkni, afbrot, áfengis- og fíkniefnaneysla, ýmis flókin heilsufarsleg vandamál eins og langvinnir verkir, vefjagigt, síendurtekin móðurlífsvandamál og krabbamein. Einkenni geta verið „óútskýranleg“ og því mæta konur með slíka sögu oft ekki nægilegum skilningi og stuðningi. Einnig geta afleiðingar komið fram í erfiðleikum með að tengjast tilfinningaböndum, treysta og njóta kynlífs. Þjáningin getur verið djúp og mikilli þöggun sem fylgir ofbeldisreynslu. Mikilvægt er því að byggja á dýpri þekkingu á reynslu kvenna um þessar víðtæku afleiðingar við þróun heildrænna meðferðarúrræða.

Fyrirlesturinn er fluttur á íslensku, er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.

Viðburðurinn er á Facebook!

Hádegisfyrirlestraröð RIKK á haustmisseri 2016 er haldin í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands.

Glærur Sigrúnar er hægt að nálgst hér.