Haust 2016

Hádegisfyrirlestrar RIKK í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, kl. 12.00-13.00rikk-hnappar_haust_2016_net_217x217-pix

8. september

Sigrún Sigurðardóttir, lektor á heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri:

Ofbeldi, áhrif á heilsufar og líðan

22. september

Rannveig Sigurvinsdóttir, nýdoktor við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík:

„Svona kemur ekki fyrir konur eins og mig.“ Þolendur heimilisofbeldis, öryggi og úrræði

13. október

Jón Ingvar Kjaran, lektor á menntavísindasviði Háskóla Íslands:

„Ég er ofbeldismaður.“ Hvaða mynd draga gerendur ofbeldis upp af sjálfum sér?

Fyrirlesturinn er framlag RIKK til Jafnréttisdaga í Háskóla Íslands

27. október

Ingibjörg Eyþórsdóttir, doktorsnemi í íslenskum bókmenntum

„Þú braust upp mitt hægaloft, þar ég inni lá.“ Ofbeldi í garð kvenna í nokkrum íslenskum sagnadönsum frá síðmiðöldum

3. nóvember

Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands:

Kynjuð samfélög: Áhrif á heilsu karla og kvenna í alþjóðlegum samanburði

17. nóvember

Aðalheiður Guðmundsdóttir, prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands:

Nauðung eða næturgreiði? Um stéttbundna misnotkun kvenna í afþreyingarbókmenntum miðalda

 

Málþing

4. nóvember

Heggur sá er hlífa skyldi? Málþing um samfélagslega ábyrgð gagnvart þolendum kynferðisofbeldis í samstarfi við Rótina – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda

Bíósalurinn á Hótel Reykjavík Natura

14. nóvember

Málþing um málefni intersex fólks í samstarfi við þverfræðilegt nám í kynfræði við Háskóla Íslands og félagið Intersex Ísland

Stofa 101 í Lögbergi

 

Ráðstefnur

30. nóvember -2. desember

Confronting gendered violence: Focus on perpetrators. Norræn ráðstefna sem haldin er í House of Estates Helsinki í samstarfi við NIKK – norrænu upplýsingamiðstöðina um kynjajafnrétti – og velferðarráðuneyti Finnlands. Sjá nánar: http://cgv.hi.is/.

rikk-haustdagskra_2016_300-pix