Myndbandsupptaka af málþinginu „„Minna hot í ár“. Stjórnmálaorðræða á Íslandi, annó 2018“, er nú aðgengileg á vefnum:
Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands (RIKK) og Kvenréttindafélag Íslands stóðu fyrir málþinginu „
Minna hot í ár“. Stjórnmálaorðræða á Íslandi, annó 2018, um kvenfyrirlitningu, þöggun og tvískinnung í íslenskri stjórnmálaorðræðu. Þar var m.a. fjallað um hæfni feðraveldisins til þess að laga sig að nýjum tímum, birtingarmyndir kynjafordóma, fötlunarfyrirlitningu og hatursorðræðu stjórnmálamanna. Spurt var hvort feðraveldið sé að bregðast við #metoo-byltingunni og hvort enn sé litið á konur sem aðskotahlut í stjórnmálum.
Efni af málþinginu er nú aðgengilegt á vef RIKK, bæði myndbönd og textar. Einnig er myndbandsupptaka af málþinginu, bæði í heild og hvert erindi fyrir sig, á spilunarlista RIKK á Youtube-rás Hugvísindasviðs Háskóla Íslands.
Frummælendur voru fræðimennirnir:
Irma Erlingsdóttir, dósent og forstöðumaður: Stjórnmál vináttunnar og útilokun kvenna
Ragnheiður Kristjánsdóttir, dósent í sagnfræði: Konur og stjórnmál í sögulegu samhengi
Erla Hulda Halldórsdóttir, dósent í kvenna- og kynjasögu: Ímyndir og ómyndir. Orðræður um konur
Ragnhildur Helgadóttir, forseti lagadeild Háskólans í Reykjavík: En hvað með lögin?
Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í alþjóðasamskiptum: Hversdagslegt kvenhatur (Á Youtube)
Þorgerður Þorvaldsdóttir, doktor í kynjafræði: Löglegt en siðlaust. Hversu lengi getur vont versnað?
Eyja Margrét Brynjarsdóttir, aðjunkt í heimspeki: Illt umtal sem kúgunartól
Henry Alexander Henrysson, aðjunkt við heimspeki- og sagnfræðideild: Sorrí með mig (en er bannað að segja það sem manni finnst?)
Hafdís Erla Hafsteinsdóttir, sagnfræðingur: Þránað smjör. Nokkur orð um hómófóbíska orðræðu íslenskra popúlista
Dagný Kristjánsdóttir, prófessor í íslenskum nútímabókmenntum: „Þarftu að eyðileggja þessa góðu stund okkar?“
Einnig er hér myndbandsupptaka af framsögu Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur af sjónarhóli fötlunaraktívistans.
Umfjöllun um málþingið og viðtöl við þátttakendur voru í þættinum Samfélagið á Rás 1 þar sem rætt var við Ragnheiði Kristjánsdóttur, Erlu Huldu Halldórsdóttur, Þorgerði Þorvaldsdóttur og Eyju Margréti Brynjarsdóttur og í kvöldfréttum RÚV, 5. desember þar sem rætt er við Ragnhildi Helgadóttur, Svandísi Svavarsdóttur, Silju Dögg Gunnarsdóttur, alþingiskonu og Ingu Björk Margrétar Bjarnadóttur.
Frekari upplýsingar um málþingið er að finna hér.
Fréttir
- Birtingarmyndir stéttaskiptingar á meðal kvenna á Íslandi. Líðan félagsleg tengsl og samræming fjölskyldu- og atvinnulíf
- Class, Gender and Anthropogenic Environmental Crises and Response: Thoughts from South African Watery Contexts
- Eru barneignir að verða forréttindi sumra? Lækkandi fæðingartíðni, kyn og stétt á Íslandi
- Afleiðingar stéttaskiptingar og samtvinnunar: Áhrif auðmagns á heilsu
- Er hlustað á mig? Auðmagn og táknræn völd einstaklinga