Vín og villtar meyjar

Annadís Rúdólfsdóttir félagssálfræðingur flutti fyrirlestur í Norræna húsinu, fimmtudaginn 16. nóvember kl. 12.15 sem hún kallaði: Vín og villtar meyjar.

Á síðustu árum hefur áfengisneysla í Bretlandi aukist mikið og njóta Bretar þess vafasama heiðurs að teljast með drykkfelldustu þjóðum Evrópu. Af þeim hópum sem drekka hefur áfengisneysla ungra kvenna breyst einna mest. Ýmsir fræðimenn hafa bent á hversu kynjaðar myndir umfjöllun um um samfylgdina við Bakkus hefur tekið á sig og benda á að mismunandi mælistikur séu lagðar á drykkju karla og kvenna. En hvað finnst ungum breskum konum um áfengisdrykkju? Í eigindlegri rannsókn sem Annadís stóð að ásamt Philippu Morgan voru tekin 5 hópviðtöl við konur á aldrinum 17 til 22 ára og reynt að grafast fyrir um hvaða hlutverki áfengi gegndi í llífi þeirra. Annadís mun kynna niðurstöðurnar. Annadís Rúdólfsdóttir er lektor í félagssálfræði við University of the West of England. Hún lauk BA prófi í sálfærði frá H.Í. 1984 og er með MSc og PhD gráður frá London School of Economics and Political Science í félagssálfræði.