Í tilefni af 20 ára afmæli Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum birtist viðtal við Irmu Erlingsdóttur á afmælisvef Háskóla Íslands. Í viðtalinu rifjar Irma meðal annars upp aðdragandann að stofnun RIKK á 9. áratugnum og segir frá fjölbreyttri starfsemi rannsóknastofunnar og systurstofnananna Alþjóðlegs jafnréttisskóla (GEST) og EDDU – öndvegisseturs.  Hún kynnir einnig alþjóðlega afmælisráðstefnu RIKK sem haldin verður dagana 4.-5. nóvember. Viðtalið má nálgast hér.