Veröld Vivianne: kyn í fjölþátttökuleikjum

Þann 5. janúar hélt Þórdís Sveinsdóttir, félagsfræðingur, fyrirlesturinn Veröld Vivianne: kyn í fjölþátttökuleikjum.

Í fyrirlestrinum var fjallað um kyn og kyngervi í svokölluðum fjölþátttökuleikjum (e. massively multiplayer games) sem spilaðir eru á Internetinu. Almenn umræða um tölvuleiki og Internetið hefur oft og tíðum einkennst af því að litið hefur verið á þetta tiltekna svið sem vettvang sem skapaður er af karlmönnum fyrir karlmenn og að konur birtist þar nær eingöngu sem viðföng. Í fyrirlestrinum var sjónum beint að þessari umræðu ásamt kyni og kyngervi eins og það birtist í þessarri tegund leikja.