Pétur Waldorff

Pétur Waldorff

Annar fyrirlesturinn í hádegisfyrirlestraröð RIKK á haustmisseri verður fluttur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins 1. október kl. 12. Pétur Waldorff, doktor í mannfræði frá McGill University og rannsakandi við Eddu Öndvegissetur, flytur fyrirlestur sinn „Úr vatni á markað: Veikleikar, styrkleikar og kynbundin hlutverk innan virðiskeðju fisks úr Tanganyika vatni, Tansaníu“.
Pétur Waldorff kynnir niðurstöður úr rannsókn sinni við Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-GEST) sem framkvæmd er í samvinnu við Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-FTP). Pétur hefur rannsakað kynjaðar víddir á virðiskeðju fisks úr Tanganyika vatni og fylgt afurðinni eftir úr vatni og alla leið á markað. Í rannsókninni er kynjaðri virðiskeðjugreiningu (e. gendered value chain analysis) beitt þar sem samfélagsleg áhrif eru í brennidepli.
Pétur Waldorff er með doktorsgráðu í mannfræði frá McGill University og starfar sem rannsakandi við Eddu Öndvegissetur og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu Þjóðanna við Háskóla Íslands og við Nordiska Afrika Institutet í Uppsölum.
Fundarstjóri: Erla Hlín Hjálmarsdóttir, doktorsnemi við HÍ og verkefnisstjóri UNU-GEST.
Fyrirlesturinn er fluttur á íslensku, er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.

Viðburðurinn er á Facebook.