Þann 15. október flutti Guðmundur Páll Ásgeirsson námsráðgjafi fyrirlesturinn Úr felum. Frásagnir af eigin ótta og fordómum samkynhneigðra.

Guðmundur fjallaði um viðtöl sín við nokkrar lesbíur og homma. Þar sögðu þau frá átökunum við eigin ótta og fordóma er þau gerðu sér grein fyrir að þau væru samkynhneigð. Einnig sögðu þau frá viðbrögðum umhverfisins þegar þau komu úr felum. Athyglinni hefur verið beint að sorg og sárum tilfinningum og hvernig tekist var á við þær. Rabbið byggir á meistarprófsverkefni Guðmundar á ráðgjafarsviði við uppeldisvísindasdeild kennaraháskóla Íslands 1997.