Tvímisnotaðir líkamar og takmörkun á gerendahæfni

(English below)

Dr. Giti Chandra

Dr. Giti Chandra

Þriðji fyrirlestur vormisseris í hádegisfyrirlestraröð RIKK verður fluttur í stofu 52 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands fimmtudaginn 4. febrúar kl. 12. Fyrirlesari að þessu sinni er dr. Giti Chandra, dósent við enskudeild St. Stephen‘s College í Delí á Indlandi. Hún hefur einnig kennt og starfað við Rutgers-háskóla í New Jersey, þar sem hún vann doktorsrannsókn sína um konur og ofbeldi.

Dr. Chandra var formaður kærunefndar kynferðislegrar áreitni og ráðgjafi jafnréttisnefnda bæði við St. Stephan‘s College og Delí-háskóla. Hún er eins og stendur óháður sérfræðingur kærunefndar um kynferðisáreitni við Indian Institute of Mass Communication.

Auk fjölda greina og bókarkafla er dr. Chandra höfundur bókarinnar „Narrating Violence, Constructing Collective Identities: To witness these wrongs unspeakable“ (Macmillan UK/US: 2009) og einnig hefur hún sent frá sér trílógíuna „The Book of Guardians“. Hún er einnig sópransöngkona, fiðluleikari og hljómsveitarstjóri.

Í fyrirlestrinum greinir hún nokkur dæmi úr bókmenntunum um það hvernig líkami sem beittur hefur verið ofbeldi er „notaður“ á táknrænan hátt í þeim tilgangi að skapa átök og framvindu í frásögninni. Hún heldur því fram að þessir textar endurskrái ofbeldi gegn líkama kvenna í þágu hins skáldlega, þ.e. sem bókmenntalega tilraun til að virkja gerendahæfni þar sem hún virðist útilokuð. Giti mun einnig fjalla um kenningar um sársauka, tjáningu, ofbeldi og sameiginlegar sjálfsmyndir með það að markmiði að setja fram tilgátu um það hvernig þetta gerist þrátt fyrir stjórnmálalega afstöðu höfundarins en einnig til að velta fyrir sér eðli og einkennum þeirrar gerendahæfni sem verður möguleg með þessum hætti.

Fyrirlesturinn er fluttur á ensku, er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.

Fundarstjóri er Gunnþórunn Guðmundsdóttir, prófessor í almennri bókmenntafræði.

Viðburðurinn er á Facebook!

Hádegisfyrirlestraröðin á vormisseri 2016 er haldin í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands og UNU-GEST, Alþjóðlega jafnréttisskóla Háskóla sameinuðu þjóðanna.

ENGLISH:

Twice Abused Bodies and the Question of Agency

RIKK’s third lecture this semester will be given on 4 February at 12 o’clock in room 52 in UI main building. The lecturer is Dr. Giti Chandra, Associate Professor at the Dept of English, St. Stephen’s College, Delhi. She has taught in and been a fellow at Rutgers University, New Jersey, from where she did her Doctoral work on Women and Violence.

She is the author of „Narrating Violence, Constructing Collective Identities: To witness these wrongs unspeakable“ (Macmillan UK/US: 2009).

Dr Chandra has served as Chairperson of the College Complaints Committee Against Sexual Harassment in St Stephen’s College, and as Adviser to the Gender Sensitization Committee, and is a member of the Gender Forum of Delhi University. She is currently the External Expert on the Sexual Harassment Complaints Committee at the Indian Institute of Mass Communication.

Dr Chandra is also the author of the Book of Guardians Trilogy, of which the first two books are „The Fang of Summoning“ (Hatchette:2010), and The Bones of Stars (Hachette: 2013). She is a trained Soprano, Violinist and Conductor.

This paper acknowledges the ways in which women’s bodies are inscribed in cultures across the globe, which make certain kinds of violence against those bodies imaginable and possible. It interrogates several literary texts which use the ‘violenced’ body in symbolic ways to figure forth situations of conflict and their possible futures. It argues that these texts reinscribe the woman’s body in the service of fiction, in a literary attempt to ascribe agency where none seems possible. The paper then looks at theories of pain, articulation, violence, and collective identities, in order to formulate an understanding of how this happens in spite of the overarching political views of the author, and confronts the nature of agency constructed through these means.

The lecture is given in English, is open to everyone and admission is free.

Moderator is Professor Gunnþórunn Guðmundsdóttir.

The event is on Facebook!

The lecture series in the spring semester 2016 is held in collaboration with The National Museum of Iceland and UNU-GEST.