humandevDr. Selim Jahan, aðalritstjóri og forstöðumaður skrifstofu Þróunarskýrslu Sameinuðu þjóðanna (HDR UNDP) kynnir árlega skýrslu Sameinuðu þjóðanna 2015 um stöðu þróunar í heiminum. Skýrslan beinir athyglinni að vinnumálum, atvinnuþróun og þátttöku fólks í hnattrænum heimi.

Kynningin fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands fimmtudaginn 18. febrúar frá kl. 15-16.15.

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra heldur opnunarerindi.

Pallborðsumræður í kjölfar erinda þar sem Drífa Snædal frá Starfsgreinasambandinu tekur þátt sem fulltrúi verkalýðshreyfingarinnar ásamt Kolbeini Stefánssyni sérfræðingi á Hagstofu Íslands.

Þröstur Freyr Gylfason, formaður Félags SÞ, er fundarstjóri.

Allir velkomnir, kaffiveitingar í lok fundar.

**** Nánar um skýrsluna ****

Skýrslan beinir athyglinni að vinnumálum, atvinnuþróun og þátttöku fólks í hnattrænum heimi. Skýrslan segir að forsenda þess að ná metnaðarfullum heimsmarkmiðum SÞ sé að fjölga atvinnutækifærum, bregðast við ójafnvægi á vinnumarkaði sem markist af kynjamun og færni, og leggja meiri áherslu á vöxt sem skapi fleiri störf.

Starf þarf að skilgreina á hverjum tíma því störf breytast ört á okkar tímum vegna alþjóðavæðingar og stafrænnar byltingar, hvorutveggja skapar jöfnum höndum tækifæri og ógn, er haft eftir Selmim Jahan hjá UNDP.

Skýrsluna í heild sinni má finna hér: http://report.hdr.undp.org/

Að fundinum standa Jafnréttisskóli Háskóla SÞ, utanríkisráðuneytið, Alþjóðamálastofnun HÍ og Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.

*** VERIÐ VELKOMIN ****

Viðburðurinn er á Facebook!