Þróunarlínur í kynbundnu ofbeldi

Ingólfur V. Gíslason félagsfræðingur verður með rabb á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum fimmtudaginn 28. október frá kl. 12-13 í stofu 101 í Odda. Rabbið ber yfirskriftina Þróunarlínur í kynbundnu ofbeldi.

Í þessu rabbi mun Ingólfur fjalla um hvort tölur úr könnunum sem sýni minna ofbeldi gegn konum á Íslandi og í Danmörku en gengur og gerist í öðrum löndum séu marktækar og hverju slíkt sæti þá. Jafnframt verður fjallað um aðrar tölur og rannsóknir, hérlendar og erlendar sem bendi til ákveðinna tengsla ofbeldis gegn konum og annarra samfélagsþátta. Þá verður vikið að því hvers vegna svo virðist sem ofbeldi gegn konum virðist mjög mismikið á Norðurlöndum þrátt fyrir svipaða samfélagslega stöðu kynjanna í öllum þessum löndum. Loks verður svo að því vikið hvort minnkandi ofbeldi gegn konum merki minna heimilisofbeldi eða hvort það sem áunnist hafi sé aðeins að það sé síður kynbundið vandamál.