Þöglar raddir kvenna um auðlindanýtingu og þróun

Anna Karlsdóttir landfræðingur við H.Í. flytur fyrirlestur í Norræna húsinu, fimmtudaginn 2. nóv. kl. 12.15, sem ber titilinn Þöglar raddir kvenna um auðlindanýtingu og þróun – eigindleg athugun á áhrifum atvinnuháttabreytinga á Austurlandi á konur í sjávarútvegi.

Sumarið 2006 ferðaðist Anna og aðstoðarmaður hennar um svæðið frá Djúpavogi til Vopnafjarðar til að kanna hvaða áhrif stóriðjuframkvæmdir á Austurlandi hefðu þegar haft á atvinnu kvenna, bæði í landbúnaði og sjávarútvegi, og hvort þær væru með í ráðum. Tekin voru viðtöl við fjölda kvenna og mun Anna greina frá því sem fram kom.