17. mars mun Leena-Maija Rossi, lektor í kynjafræðum við Háskólann í Helsinki, halda fyrirlestur í stofu 101 í Lögbergi undir titlinum „Sugarfolks in Syruphill: heteronormativity in advertising“.

Rossi mun fjalla um staðlaðar birtingarmyndir gagnkynhneigðar í auglýsingum en einnig þær samkynhneigðu ímyndir sem einstaka sinnum sjást á þessum vettvangi. Fjallað verður um tilbúning hins eðlilega, náttúrlega, fullkomna og formfasta.

Leena-Maija Rossi er stundakennari við Christina stofnunina í kvennafræðum við Háskólann í Helsinki. Hún hefur einkum fengist við rannsóknir á kynjun og kynhneigð í sjónmenningu, aðallega auglýsingum, öðru sjónvarpsefni og samtímalist. Verk hennar hafa verið gefin út víða, bæði meðal akademískra útgáfa og annarra. Þar á meðal eru fjórar bækur en sú nýjasta, Heterotehdas (Heterofactory) kom út 2003.