Þann 7. febrúar var málþingið Stjórnun, fagstéttir og kynferði haldið í stofu 101 í Lögbergi kl. 14:00-17:00.
Dagskrá:
Guðný Guðbjörnsdóttir, prófessor í uppeldis- og menntunarfræði. „Þess vegna verður systralagið aldrei eins sterkt og það er blekkjandi“. Orðræðan um þátt kyngervis við stjórnun menntastofnana.
Steinunn Hrafnsdóttir, lektor í félagsráðgjöf. Vinnuumhverfi stjórnenda í félagsþjónustu á Íslandi. Áhrif kynferðis.
Þóra Margrét Pálsdóttir. Samstarf og samskipti á sjúkrahúsi.
Dagbjört Þyri Þorvarðardóttir, hjúkrunarfræðingur. Karlinn í brúnni. Áhrif kynferðis á stjórnun sjúkrahúsa.
Þorgerður Einarsdóttir, félagsfræðingur og lektor í kynjafræði. Elítismi, vald og lýðræðisleg fagmennska. Um þýðingu kynferðis í rannsóknum á sérfræðihópum.