14. febrúar flutti dr. Ólöf Steinþórsdóttir, kennslufræðingur, erindið Stelpur, strákar og stærðfræði – raddir þátttakenda um sérstakar niðurstöður Íslands úr PISA 2003.

Niðurstöður PISA 2003 voru mjög athyglisverðar á Íslandi þar sem Ísland var eina landið sem sýndi kynjamun í stærðfærði í hag stúlkna. Höfundar tóku viðtöl við 19 nemendur sem tóku þátt í PISA 2003 til að fá þeirra viðhorf á þessum niðurstöðum. Auk þess ræddum við um viðhorf þeirra til stærðfræðinnar og reynslu þeirra af stærðfærðikennslu í grunn- og framhaldskóla. Í þessu erindi kynnti Ólöf niðurstöður þessarar rannsóknar og ræddi sérstaklega um viðhorf viðmælanda á niðurstöðum PISA 2003.