Fimmtudaginn 9. september hélt Kristján Ketill Stefánsson, stundakennari og doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, fyrirlestur er nefnist „Staðalímyndir og líðan kynjanna á unglingastigi í tengslum við náms- og starfsval“. Fyrirlesturinn var haldinn í Öskju, stofu 132, kl. 12.25-13.15.

Í fyrirlestrinum var rýnt í nýjar heildarniðurstöður úr sjálfsmatskerfinu Skólapúlsinn (www.skolapulsinn.is). Á síðastliðnu skólaári tóku 58 grunnskólar þátt í að meta líðan, virkni og skóla- og bekkjaranda í 6.-10.bekk í sínum skóla. Niðurstöður Skólapúlsins sýna athyglisverðan mun á líðan og viðhorfum drengja og stúlkna almennt. Niðurstöðurnar voru settar í samband við samtímakenningar sem snúa að náms- og starfsvali og þá orðræðu sem greina má á Íslandi um líðan drengja og stúlkna í skóla.