Í sjötta viðburði dagskrár RIKK og GEST á vormisseri flytja Vinita Chandra og Lisa Salmonsson ör-erindi áður en þær ræða saman um rýmið sem #MeToo-hreyfingin hefur skapað innan akademíunnar og á vinnustöðum almennt. Vinita mun fjalla um baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi á internetinu í heimsfaraldri COVID-19. Lisa mun ræða #MeToo-hreyfinguna í sænskum háskólum sem fór fram undir formerkjum #Akademiuppropet og einnig mikilvægi samfélagsmiðla fyrir skipulag baráttunnar. Vinita Chandra er dósent í ensku við Delhi-háskóla í Indlandi. Lisa Salmonsson er dósent við háskólann í Örebro í Svíþjóð. 

„Í kjölfar #MeToo“ er yfirskrift viðburðaraðar RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum og Jafnréttisskólans (GEST) vorið 2021 þar sem tveir sérfræðingar ræða saman um viðfangsefnið í hverjum viðburði. #MeToo og sá árangur sem hreyfingin hefur náð er til umfjöllunar og sjónum er einnig beint að því sem er óunnið í baráttunni gegn kynbundinni og kynferðislegri áreitni, ofbeldi og einelti. Viðburðaröðin byggir á tveimur bókum sem RIKK hefur nýlega staðið að útgáfu á, annars vegar fimmta heftið í ritröð RIKK, Fléttur V. #MeToo, og hins vegar handbók um hreyfinguna, The Routledge Handbook of the Politics of the #MeToo Movement, sem er gefin út af Routlegde-útgáfunni í Bretlandi.

Viðburðurinn fer fram þriðjudaginn 4. maí kl. 12.00-13.00. Viðburðirnir eru  rafrænir og fara fram á netfundarforritinu Zoom (https://eu01web.zoom.us/j/63900680475) auk þess sem þeim er streymt beint á Facebook. Upptökur eru gerðar aðgengilegar á heimasíðu RIKK og Youtube-rás Hugvísindasviðs að viðburðum loknum.

Ágrip viðburðar:

The MeToo movement which started in 2017 was an online movement, spreading over almost the entire globe through social media, enabling the sexually harassed and abused to sit within their homes with their keyboards as their only weapons. Vinita Chandra will discuss how less than three years later, as academic engagement and other work moved online due to the pandemic, and the workplace became the keyboard, the space opened up by the movement became crucial to fighting gender-based violence in a time that physical gatherings were forbidden.

#MeToo activism in Sweden is highly organized because women in different occupations and fields came together and shaped private groups on social media platforms where they could talk about their experiences of sexual harassment. This way of organizing shifted the focus from individual testimonies and created a grand narrative about sexual harassment. #Akademiuppropet was one of over 65 different #MeToo-inspired initiatives, gathering testimonies from women in Swedish higher education institutions. In her talk, Lisa Salmonsson will focus on how social media became an important space for organizing in the case of #akademiuppropet.