Slæðusviptingar: Staða íranskra kvenna

5. mars kl. 12:00-13:00 flytur Halla Gunnarsdóttir, blaðamaður, erindið Slæðusviptingar: Staða íranskra kvenna í stofu 104 á Háskólatorgi.

Halla segir frá stöðu íranskra kvenna, en hún gaf nýverið út bókina Slæðusviptingar: raddir íranskra kvenna. Bókin er byggð á meistararitgerð Höllu í alþjóðasamskiptum þar sem hún ræddi við þrettán íranskar konur um líf þeirra og störf og varpaði ljósi á þann flókna veruleika sem konur í þessu umtalaða landi standa andspænis. Halla fer m.a. yfir það hvernig femínískar kenningar geta hjálpað til við að greina stöðu kvenna innan íransks samfélags og bendir á hvernig slæðuburður hefur síðustu hundrað ár verið miðpunktur stjórnmálalegrar umræðu um konur í Íran.