Siðfræðileg fagurfræði. Um verk Hélène Cixous

Þann 1. október flutti Irma Erlingsdóttir bókmenntafræðingur fyrirlesturinn Siðfræðileg fagurfræði. Um verk Hélène Cixous.

Rithöfundurinn Hélène Cixous hefur birt yfir 40 skáldsögur og leikrit og auk fjölda styttri ritverka, fyrirlestra og fræðigreina þar sem hún samtvinnar heimspeki og bókmenntarýni. Hélène Cixous er einkum þekkt hér á landi sem „franskur feminísti“, þ.e. fyrir kenningarsmíðar sínar um kynjamun. Í rabbinu voru þessar kenningar kynntar með tilliti til ljóðrænna og leikrænna skrifa höfundarins. Að hvaða mæli smitar fagurfræðin hugleiðingar hennar um kynjamun og hvernig kemur kynjapolitík við sögu í skáldverkunum?