Samfélög femínista sem þekkingarsamfélög

Milica Minić

Milica Minić

(English below)

Milica Minić, kynja- og þróunarsérfræðingur og rannsakandi, heldur sjöunda fyrirlestur vormisseris, „Samfélög femínista sem þekkingarsamfélög – þekkingarsköpun og dulin stigveldi“, fimmtudaginn 17. mars, kl. 12-13, í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Milica hefur unnið að jafnréttismálum í yfir 20 ár. Starfsvettvangur hennar hefur aðallega verið í löndunum á Balkan-skaga, á vegum ýmissa grasrótarverkefna, félagasamtaka og alþjóðastofnana. Milica lauk MA-prófi frá Utrecht-háskóla í Hollandi og Central European-háskólanum í Búdapest í Ungverjalandi. Heimaborg hennar Belgrad í Serbíu en hún er búsett í Reykjavík.

Í fyrirlestrinum fjallar Milica um þekkingarsköpun, miðlun og viðtökur innan þekkingarsamfélaga femínista á Íslandi og í Serbíu. Í viðleitni til að skilja þessa ferla ígrundar hún nokkrar spurningar. Í fyrsta lagi að hvaða leyti staðsetning varpar ljósi á og mótar femíníska þekkingarsköpun? Nánar tiltekið, er eitthvað sérstakt við hálfjaðarlönd, eins og Ísland og Serbíu, sem hefur áhrif á hvernig þekking er sköpuð, henni er miðlað og hún móttekin? Ef gert er ráð fyrir því að löndin sæki í fjölbreitt menningarleg, pólitísk og táknræn áhrif, hverjir eru þá hinir mótandi þættir þegar metið er hvaða þekkingarviðmið eru ráðandi og hvernig móta þekkingarsamfélög á hálfjaðri, eins og Ísland og Serbía, sjálfsmynd og afstöðu.

Með því að beita alþjóðlegri kerfisgreiningu (ens. world systems analysis) staðsetur Milica rannsóknir sínar innan hins gagnrýna, fræðilega ramma fjölþjóðlegra femínískra kenninga, innan félagsfræðinnar og í víðari merkingu hinna staðbundnu stjórnmála.

Fyrirlesturinn er fluttur á ensku, er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.

Viðburðurinn er á Facebook!

Hádegisfyrirlestraröðin á vormisseri 2016 er haldin í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands og UNU-GEST, Alþjóðlega jafnréttisskóla Háskóla sameinuðu þjóðanna.

ENGLISH:

Feminist communities as epistemic communities – knowledge production and hidden hierarchies

Milica Minić, Gender and development specialist and researcher, will give the lecture „ Feminist communities as epistemic communities – knowledge production and hidden hierarchies“, on 17 March at 12 o’clock in The National Museum’s lecture hall.

Milica has worked on gender equality issues for over 20 years. She has worked mainly in the Balkan region, in various grassroots initiatives, civil organizations and international agencies. She earned her M.A. degree in critical gender studies at the University of Utrecht and Central European University in Budapest. Originally from Belgrade, she currently lives in Reykjavík.

The lecture will address knowledge production, exchange and reception within feminist epistemic communities of Iceland and Serbia. In order to better understand this process, several questions will be explored. First, how does the location inform and shape feminist knowledge production? More precisely, is there specificity in the semi-peripheral position of Iceland and Serbia that impacts the ways in which the knowledge is produced, ex-changed and received? If the countries draw on a range of cultural, political and symbolic influences, what are the formative factors in determining which knowledge paradigms are dominant, and how do epistemic communities in the semi-peripheral sites of Iceland and Serbia construct their own identity and positionality?

Drawing on world systems analysis, I situate my research within the theoretical framework of critical trans-national feminist praxis and sociology, and the larger banner of the “politics of location”.

The lecture is given in English, is open to everyone and admission is free.

The event is on Facebook!

The lecture series in the spring semester 2016 is held in collaboration with The National Museum of Iceland and UNU-GEST.