Orðræða um stríð og konur

Vegna ástands heimsmála standa Rannsóknastofa í kvennafræðum og UNIFEM á Íslandi fyrir málstofu um konur og stríð í stofu 101 í Lögbergi 17. mars kl. 16:15. Flutt verða stutt erindi og að þeim loknum verða pallborðsumræður. Sýnt brot úr heimildarmynd Grétu Ólafsdóttur og Susan Muska Women, The forgotten face of war.

Dagskráin er sem hér segir:

Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur og framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands. Konur í stríði og friði. Skýrsla UNIFEM um heimsókn á 14 ófriðarsvæði

Steinunn Þóra Árnadóttir BA í mannfræði og nemi í kynjafræði. Hörmungar í sparifötum – Herfræðileg orðræða um stríð.

Lilja Hjartardóttir stjórnmálafræðingur. Geymt en ekki gleymt; nauðganir á stríðstímum.

Þorlákur Einarsson nemi í sagnfræði. Kvenímyndir þjóðríkja og notkun þeirra í styrjöldum.

Birna Þórarinsdóttir nemi í stjórnmálafræði. Orðræða vígvallarins – kyngerving hernaðar og hermennsku.

Pallborðsumræður

Fundarstjóri er Rósa Erlingsdóttir