(See English below)

Fimmtudaginn 8. september kl. 14:30-16:00 heldur Nawal El Saadawi fyrirlestur í Norræna húsinu á vegum Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum (RIKK) og  Bókmenntahátíðar í Reykjavík, sem hún kallar „Creativity, Dissidence and Women“ eða „Sköpunarmáttur, andóf og konur“. Í fyrirlestrinum mun El Saadawi kanna merkingu hugtakanna, sköpunarmáttur, andóf og konur, og velta fyrir sér tengslum þeirra við trúarbrögð. Hún mun jafnframt ræða þá ógn sem harðstjórnum heimsins stafar af sköpunarmætti kvenna.

Að fyrirlestri El Saadawi loknum verða pallborðsumræður en þeim stýrir Sigríður Þorgeirsdóttir, prófessor í heimspeki. Þátttakendur í pallborði verða: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrv. utanríkisráðherra; Hoda Thabet, doktorsnemi við íslensku- og menningardeild og stundakennari við HÍ; og Khaled Mansour, sérfræðingur hjá Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna og nemandi við Alþjóðlegan jafnréttisskóla við HÍ.

Nánar um Nawal El Saadawi:

Nawal El Saadawi er heimsþekktur rithöfundur, femínisti og mannréttindafrömuður. Hún fæddist í Egyptalandi árið 1931 og útskrifaðist sem læknir frá Háskólanum í Cairo árið 1955. El Saadawi er afkastamikill höfundur og hefur gefið út fjöldamargar fræðibækur og skáldverk. Kúgun kvenna er miðlægt umfjöllunarefni í höfundarverki hennar og hún hefur lengi haldið uppi femínískri gagnrýni á trúarbrögð. Meðal frægustu verka El Saadawi eru Konur og kynlíf (e. Women and Sex) frá 1972, sem vakti gríðarlega umfjöllun og deilur í Egyptalandi þegar hún kom út, og Hulið andlit Evu (e. The Hidden Face of Eve) frá 1977, en þar fjallar hún um margvíslegt misrétti sem arabakonur verða fyrir, meðal annars kynfæralimlestingar, sem El Saadawi hefur barist hatrammlega gegn.

El Saadawi hefur mætt mikilli mótstöðu vegna baráttu sinnar. Í kjölfar útgáfu bókarinnar Konur og kynlíf missti hún vinnuna, en hún hafði verið háttsett í heilbrigðisráðuneytinu, og árið 1981 var hún handtekin fyrir glæpi gegn egypska ríkinu og sat í fangelsi um nokkurra mánaða skeið. Árið 1988 neyddist El Saadawi til að flýja heimaland sitt sökum pólitískra ofsókna, meðal annars af hálfu íslamskra bókstafstrúarmanna, og gegndi gestaprófessorstöðu við ýmsa háskóla næstu ár, einkum í Bandaríkjunum. Hún sneri aftur til Egyptalands árið 1996.

Nawal El Saadawi mun einnig taka þátt í fleiri viðburðum á vegum Bókmenntahátíðar í Reykjavík, sjá vefsíðu hátíðarinnar.

Hér má sjá heimasíðu Nawal El Saadawi.

On Thursday 8 September at 2:30-4:00 pm, Nawal El Saadawi will give a public lecture at the Nordic House. The lecture is hosted by the Centre for Women´s and Gender Studies at the University of Iceland and the Reykjavík International Literary Festival. The title of El Saadawi´s lecture is „Creativity, Dissidence and Women“ where she will be focusing on the meaning of those concepts and analyse them in the context of religion. Furthermore, she will discuss the potential of women´s creativity as a threat to oppressive political regimes.

After El Saadawi‘s talk there will be panel discussions chaired by Sigríður Þorgeirsdóttir, professor of philosophy. Participants in the panel are: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, former Minister for Foreign Affairs; Hoda Thabet, PhD student at the Faculty of Icelandic and Comparative Cultural Studies and part-time teacher at the University of Iceland, and Khaled Mansour, specialist with the United Nations Relief and Works Agency for Palestine Refugees in the Near East (UNRWA) and a fellow at the Gender Equality Studies and Training Programme at the University of Iceland.

About Nawal El Saadawi:

Nawal El Saadawi is an internationally known writer, feminist and human rights activist. She was born in Egypt in 1951 and graduated as a medical doctor from the University of Cairo in 1955. El Saadawi is a prolific writer and has published both academic works and fiction. Women´s oppression is a central theme in her writings and she has been very critical of religion from a feminist standpoint. Among her most famous works are Women and Sex, which was published in 1972 and caused much controversy in Egypt, and The Hidden Face of Eve, which was published in 1977 and covers a host of topics related to the oppression of women in the Arab world, such as female genital mutilation, a practice that El Saadawi has fought against for years.

El Saadawi has often encountered strong resistance against her political struggle. After she published Women and Sex she lost her job at the Egyptian Ministry of Health and in 1981 she was arrested for crimes against the state and imprisoned for months. In 1988, El Saadawi was forced to flee Egypt since her life was being threatened by her political opponents, mainly Islamic fundamentalists. She was a visiting professor at various universities, mainly in the US, before she returned to Egypt in 1996.

Nawal El Saadawi will participate in other events of the Reykjavík International Literary Festival. For more information, please visit the festival´s website.

For more information on Nawal El Saadawi, see her website.