1509_ommurafaraldsfaetiLaugardaginn 19. september, kl. 13:30-16:30 verður Fyrirlestradagur í Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra í samvinnu við Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum. Fyrirlestrarnir verða haldnir í Bókasafni Halldórs Bjarnasonar, Gamla kaupfélagshúsinu, Einbúastíg 2.

Súsanna Margrét Gestsdóttir verður fulltrúi ömmufyrirlestraraðarinnar og flytur fyrirlestur sinn um ömmu sína og nöfnu Súsönnu Margréti Gunnarsdóttur sem hún flutti áður í febrúar 2015 í Háskóla Íslands, „Það var sól þann dag – um Súsönnu Margréti Gunnarsdóttur frá Ströndum (1926-2002)“.

Heitt verður á könnunni og allir eru velkomnir!

Dagskrá:

13:30-14.00     Páll Sigurðsson, prófessor ermeritus:

„Tveir norðlenskir lögskýrendur – Lögbókarskýringar Páls lögmanns Vídalíns og Björns Jónssonar, bónda og fræðimanns á Skarðsá“

14:00-14:30   Nanna Þorbjörg Lárusdóttir, sagnfræðingur:

„Góðtemplarastúkurnar og áhrif mótandi orðræðu“

14:30-15:00    Vilhelm Vilhelmsson, sagnfræðingur:

„Að halda friðinn. Um sáttanefndir í Húnavatnssýslu  og störf þeirra á 19. öld“

15:00-15:30   Kaffihlé og umræður

15:30-16:10     Súsanna Margrét Gestsdóttir, sagnfræðingur segir frá ömmu sinni í tilefni 100 ára kosningarafmælis kvenna:

„Það var sól þann dag –  um Súsönnu Margréti Gunnarsdóttur frá Norðurfirði á Ströndum (1926-2002)“

Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröðinni „Margar myndir ömmu“ hjá RIKK sem styrkt er af framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Fyrirlestrarnir eru nú fluttir víðs vegar um land undir heitinu „Ömmur á faraldsfæti“ í samstarfi við Stofnun rannsóknarsetra við Háskóla Íslands, prófessorsembætti Jóns Sigurðssonar og hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri.

16:10-16:20    Umræður og dagskrárlok

Viðburðurinn er á Facebook.