Ömmur á faraldsfæti á Ísafirði

1509_ommurafaraldsfaetiMálþing sem haldið er í samstarfi við Prófessorsembættis Jóns Sigurðssonar, Safns Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri og RIKK verður haldið laugardaginn 19. september 2015, kl. 13:00-16:00 í Edinborgarhúsinu á ÍsafirðiÁrmann Jakobsson, prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands flytur fyrirlestur sinn „Tvær afasystur: Katrín Thoroddsen og Hulda Jakobsdóttir“ og Jóna Símonína Bjarnadóttir, Valdimar J. Halldórsson og Þóra Þórðardóttir halda erindi um ömmur sínar.

Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis!

 

Dagskrá:

Ármann Jakobsson, prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands:

„Tvær afasystur: Katrín Thoroddsen og Hulda Jakobsdóttir“

Jóna Símonía Bjarnadóttir:

„Amma í tungu og Amma í Turninum“

Valdimar J. Halldórsson:

„Ferðasaga ömmu minnar Maríu Jóhannesdóttur árið 1900“. Farið með kusu frá Suðureyri í Súgandafirði að Ósi í Bolungarvík.

Þóra Þórðardóttir:

„Ömmurnar mínar“

Dagskráin er hluti af fyrirlestraröðinni „Margar myndir ömmu“ hjá RIKK – Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum – sem styrkt er af framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Fyrirlestrarnir eru nú fluttir víðs vegar um land undir heitinu „Ömmur á faraldsfæti“ í samstarfi við Stofnun rannsóknarsetra við Háskóla Íslands, prófessorsembætti Jóns Sigurðssonar og hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri.