Þann 28. janúar var ný stjórn Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum skipuð til næstu þriggja ára. Í stjórninni sitja:

Fyrir hönd Heilbrigðisvísindasviðs: Kristín Björnsdóttir, prófessor (varamaður Páll Biering, dósent)
Fyrir hönd Hugvísindasviðs: Guðni Elísson, prófessor (varamaður Sólveig Anna Bóasdóttir, dósent)
Fyrir hönd Menntavísindasviðs: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, prófessor (varamaður verður tilnefndur á næstunni)
Fyrir hönd Verkfræði- og náttúruvísindasviðs: Anna Karlsdóttir, lektor (varamaður Bjarni Bessason, prófessor)

Stjórnarformaður er Guðni Elísson, prófessor.

Forseti Félagsvísindasviðs hefur tilkynnt að sviðið muni ekki skipa fulltrúa í stjórn RIKK að svo stöddu.

Samkvæmt nýrri tilhögun stofnana sem áður heyrðu undir háskólaráð, hefur RIKK nú flust yfir á Hugvísindasvið en RIKK verður þó eins og áður sjálfstæð og þverfagleg stofnun, sem ætlað er að efla og samhæfa jafnréttisrannsóknir og rannsóknir í kvenna- og kynjafræðum og miðla þekkingu á sviði kvenna- og kynjafræða með því að gangast fyrir námskeiðum, fyrirlestrum, ráðstefnum og útgáfu. RIKK hefur margvísleg tengsl  út fyrir skólann, jafnt innanlands sem á alþjóðavettvangi, og starfar í því samhengi sem fulltrúi Háskólans í heild.