Í gær, 30. janúar, voru kynntar tilnefningar til viðurkenningar Hagþenkis fyrir fræðirit, námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings 2011. Ein af þeim bókum sem er tilnefnd er Nútímans konur. Menntun kvenna og mótun kyngervis á Íslandi 1850-1903 eftir Erlu Huldu Halldórsdóttur, en bókin er doktorsverkefni Erlu Huldu og er gefin út af Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum ásamt Sagnfræðistofnun og Háskólaútgáfunni.

Umsögn dómnefndar um Nútímans konur hljóðar svo:

Skörp og lipur greining á því hvernig íslenska nútímakonan varð til, verk unnið af næmni og djúpri þekkingu á viðfangsefninu.“

Aðrar tilnefningar til viðurkenningar Hagþenkirs má nálgast hér.

Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum óskar Erlu Huldu innilega til hamingju með tilnefninguna!