Nám

Háskóli Íslands (HÍ):

•    Fjölmörg námskeið eru í boði á sviði kvenna- og kynjafræða. Þau er hægt að finna í kennsluskrá Háskóla Íslands.
•    Lífsleikni- og jafnréttisnám er kennt við uppeldis- og menntunarfræðideild á Menntavísindasviði til MA-prófs og M.Ed.-prófs.
•    Kynjafræði er kennd við stjórnmálafræðideild á Félagsvísindasviði HÍ í grunnámi og á framhaldsstigi. Hér má sjá almenna kynningu á kynjafræði. Nánari upplýsingar um námskeið í kynjafræði og námskeiðslýsingar er að finna í kennsluskrá.
•    Fötlunarfræði er kennd við félags- og mannvísindadeild á Félagsvísindasviði sem diplómanám og sem fullt nám á framhaldsstigi. Hér má sjá kynningu á náminu.
•    Kvenna-, kynja- og margbreytileikafræði eru mikilvægur þáttur í ólíkum námskeiðum við Hugvísindasvið. M.a. í menningarfræðum, sagnfræði,  bókmenntafræði, heimspeki, samfélagstúlkun og við deild erlendra tungumála. Nánari upplýsingar og námskeiðslýsingar er að finna í kennsluskrá.
•   Alþjóðlegur jafnréttisskóli (GEST) býður upp á þverfaglegt og þverþjóðleg nám í jafnréttisfræðum. Hann heyrir undir Hugvísindasvið og er rekinn í nánu samstarfi við RIKK og EDDU-öndvegissetur. Sjá nánar á heimasíðu GEST.

 

Háskólinn á Akureyri (HA):

•    Inngangsnámskeið í kynjafræðum er í boði árlega við félagsvísindadeild HA. Auk þess er jafnréttis- og kynjafræðilegum nálgunum beitt í allmörgum öðrum námskeiðum deildarinnar. Sjá nánari upplýsingar í kennsluskrá.
•    Við kennaradeild HA hefur verið leitast við að skrifa jafnréttis- og kynjasjónarmið inn í sem flestar námskeiðslýsingar. Sjá nánari upplýsingar í kennsluskrá.