Nágranni minn – Morðingi minn

(see English below)

anneaghionFransk-bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Anne Aghion sýnir mynd sína Nágranni minn – Morðingi minn [My Neighbor, My Killer] (2009) og situr fyrir svörum á Háskólatorgi, stofu 105, föstudaginn 4. október kl. 16:00–18:00. Myndin er sýnd í samstarfi við EARTH 101.

Anne Aghion er líklega þekktust fyrir heimildarmyndir sínar um þjóðarmorðin í Rúanda 1994 og það mikla og flókna samfélagsuppgjör sem fram fór nokkrum árum síðar þegar morðingjarnir voru leystir úr varðhaldi og sneru aftur á sínar gömlu heimaslóðir til þess að taka þátt í Gacaca, réttarhöldum sem fóru fram á tíuþúsund hæðum um landið allt undir berum himni. Þar mættu fórnarlömbin, sem iðulega voru konur, þeim einstaklingum sem nokkrum árum fyrr myrtu eiginmenn þeirra og börn, en von stjórnvalda var sú að með Gacaca yrði einhvers konar réttlæti náð fram og samfélagið allt gæti loks horft fram á veginn.

Aghion er einnig höfundur Gacaca-þríleiksins (2003, 2004 og 2009) og heimildarmyndarinnar Ice People (2009) sem fjallar um vísindamenn sem starfa á Suðurskautslandinu. Hún er margverðlaunuð fyrir verk sín, hlaut m.a. Emmy-verðlaunin árið 2005 fyrir In Rwanda We Say.

Sýningin er liður í dagskrá Jafnréttisdaga Háskóla Íslands.

English

The French-US documentary filmmaker Anne Aghion will screen her film My Neighbor, My Killer (2009) in Háskólatorg, room 105, on Friday October 4th at 16.00. After the screening Aghion will take questions from the audience.

Öll velkomin!